06.12.2022
Eygló Harðardóttur hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2023.
Eygló Harðardóttir hefur verið áberandi í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið, og vakið verðskuldaða athygli fyrir óhefta sköpun og djúpstæða forvitni á efnivið sínum. Hún hefur haldið fjölda sýninga og á verk í eigu opinberra safna. Árið 2019 hlaut hún íslensku myndlistarverðlaunin fyrir einkasýningu sína Annað rými sem haldin var í Nýlistasafninu árið 2018.
Eygló hefur skapað verk í upplagi fyrir safnið, sem ber titilinn Staður. Við bjóðum ykkur að vera viðstödd með okkur laugardaginn 10. desember kl. 13, þegar verkið verður afhjúpað. Boðið verður upp á léttar og jólalegar veitingar. Viðburðurinn markar þann fyrsta í lítilli viðburðaseríu sem safnið stendur fyrir í desember, þar sem áhersla verður lögð á samveru og góðar samræður. Verkið vísar óbeint í sýninguna Annað rými sem hún hélt í safninu árið 2018, og reyndar önnur verk sem hún hefur skapað síðan. Því má segja að verkið sé bæði einstakt í sjálfu sér og dragi um leið ákveðinn hring utanum þau verk sem Eygló hefur tekið sér fyrir hendur undanfarið.
Eygló vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk og verk í almenningsrými. Sköpunarferlið einkennist af rannsóknum og könnun á aðstæðum og efninu, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlagðar og auðkenni þess rannsökuð. Eftir stendur verk sem er afsprengi ferlis þar sem umbreyting efna hefur ráðið för. Eygló hefur haldið tvær einkasýningar á þessu ári, Í stærra samhengi í Listasal Mosfellsbæjar og Hleðsla-Draumur I í Gallerí undirgöngum. Einnig tók hún þátt í rannsóknarverkefninu Tilraun II-Æðarækt sem er nú á sýningu í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði, og var fyrr á árinu sýnt í Norræna húsinu. Nánar má lesa um vinaprógram safnsins hér.
Eygló Harðardóttur hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2023.
Eygló Harðardóttir hefur verið áberandi í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið, og vakið verðskuldaða athygli fyrir óhefta sköpun og djúpstæða forvitni á efnivið sínum. Hún hefur haldið fjölda sýninga og á verk í eigu opinberra safna. Árið 2019 hlaut hún íslensku myndlistarverðlaunin fyrir einkasýningu sína Annað rými sem haldin var í Nýlistasafninu árið 2018.
Eygló hefur skapað verk í upplagi fyrir safnið, sem ber titilinn Staður. Við bjóðum ykkur að vera viðstödd með okkur laugardaginn 10. desember kl. 13, þegar verkið verður afhjúpað. Boðið verður upp á léttar og jólalegar veitingar. Viðburðurinn markar þann fyrsta í lítilli viðburðaseríu sem safnið stendur fyrir í desember, þar sem áhersla verður lögð á samveru og góðar samræður. Verkið vísar óbeint í sýninguna Annað rými sem hún hélt í safninu árið 2018, og reyndar önnur verk sem hún hefur skapað síðan. Því má segja að verkið sé bæði einstakt í sjálfu sér og dragi um leið ákveðinn hring utanum þau verk sem Eygló hefur tekið sér fyrir hendur undanfarið.
Eygló vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk og verk í almenningsrými. Sköpunarferlið einkennist af rannsóknum og könnun á aðstæðum og efninu, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlagðar og auðkenni þess rannsökuð. Eftir stendur verk sem er afsprengi ferlis þar sem umbreyting efna hefur ráðið för. Eygló hefur haldið tvær einkasýningar á þessu ári, Í stærra samhengi í Listasal Mosfellsbæjar og Hleðsla-Draumur I í Gallerí undirgöngum. Einnig tók hún þátt í rannsóknarverkefninu Tilraun II-Æðarækt sem er nú á sýningu í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði, og var fyrr á árinu sýnt í Norræna húsinu. Nánar má lesa um vinaprógram safnsins hér.