01.08.2023
Kæru félagar,
Í kjölfar aðalfundar í vor kom nýkjörin stjórn Nýlistasafnsins saman í fyrsta sinn þann 15. júní síðastliðinn. Þá fór stjórn yfir samstarfssamkomulag, og skipti með sér verkum. Á komandi starfstímabili mun Guðlaug Mía Eyþórsdóttir halda áfram sem formaður, Deepa Iyengar verður ritari og Joe Keys gjaldkeri.
Thora Karlsdóttir lét stjórnarmenn vita að í ársfundarhrinu vorsins var hún stuttlega eftir aðalfund Nýló tekin inn í aðalstjórn Samband Íslenskra myndlistarmanna. Ræddi stjórn um mögulega hagsmunaárekstra sem gætu myndast og var ákvörðun stjórnar sú að óæskilegt sé að stjórnarmaður í aðalstjórn SÍM sæti einnig í aðalstjórn Nýló, yfir sama tímabilið.
Thora valdi í haust halda áfram í stjórn SíM og segja sig úr stjórn Nýló. Hún þakkar félögum Nýló fyrir traustið, og ítrekar að hún muni ábyggilega bjóða sig fram á nýjan leik einhvern tíman síðar.
Stjórn Nýló þakkar Thoru innilega fyrir orkuna og frumkvæðið, og vonar sannarlega að það komi tækifæri til samstarfs síðar. Við hlökkum til að fylgjast með krafti hennar í stjórn SÍM.
Lukas Bury, sem kosinn var í varastjórn á síðasta ársfundi, tekur sæti Thoru í aðalstjórn.
Kæru félagar,
Í kjölfar aðalfundar í vor kom nýkjörin stjórn Nýlistasafnsins saman í fyrsta sinn þann 15. júní síðastliðinn. Þá fór stjórn yfir samstarfssamkomulag, og skipti með sér verkum. Á komandi starfstímabili mun Guðlaug Mía Eyþórsdóttir halda áfram sem formaður, Deepa Iyengar verður ritari og Joe Keys gjaldkeri.
Thora Karlsdóttir lét stjórnarmenn vita að í ársfundarhrinu vorsins var hún stuttlega eftir aðalfund Nýló tekin inn í aðalstjórn Samband Íslenskra myndlistarmanna. Ræddi stjórn um mögulega hagsmunaárekstra sem gætu myndast og var ákvörðun stjórnar sú að óæskilegt sé að stjórnarmaður í aðalstjórn SÍM sæti einnig í aðalstjórn Nýló, yfir sama tímabilið.
Thora valdi í haust halda áfram í stjórn SíM og segja sig úr stjórn Nýló. Hún þakkar félögum Nýló fyrir traustið, og ítrekar að hún muni ábyggilega bjóða sig fram á nýjan leik einhvern tíman síðar.
Stjórn Nýló þakkar Thoru innilega fyrir orkuna og frumkvæðið, og vonar sannarlega að það komi tækifæri til samstarfs síðar. Við hlökkum til að fylgjast með krafti hennar í stjórn SÍM.
Lukas Bury, sem kosinn var í varastjórn á síðasta ársfundi, tekur sæti Thoru í aðalstjórn.