23.02.2023

Fréttir

Nýlistasafnið opnar að nýju fyrir skráningu á verkefnum í Limbó, tilraunarými safnsins, fyrir maí, júní og ágúst. Enginn eiginlegur skráningarfrestur er í gildi annar en sá að umsækjendur eru beðnir um að sækja um eigi síður en tveim vikum fyrir valdar dagsetningar. Fyrstur kemur fyrstur fær, og við lokum fyrir skráningu þegar fyllt hefur verið í öll pláss. 

Limbó er opið rými fyrir verk í vinnslu, gjörninga, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistar.

Limbó er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem starfa á sviði samtímamyndlistar. Verkefni geta teygt sig allt frá nokkrum klukkustundum og upp í tveggja vikna tímabil. Ef verkefni er samþykkt fær umsækjandi/umsækjendur tölvupóst frá nylo(hjá)nylo.is með staðfestingu eða tillögu að nýjum dagsetningum (t.d. ef um tvöfalda bókun er að ræða). Verkefnum gæti verið hafnað ef þau passa ekki við markmið Limbó. 

Viðmið og markmið

Markmiðið er að leggja áherslu á ferli, fjölbreytileika sjónarhorna og tilraunir í framsetningu. Limbó á að svara rýmisþörf með styttri fyrirvara en annars tíðkast, og er ekki hugsað sem vettvangur fyrir sýningar í hefðbundnum skilningi heldur fyrir verkefni sem ögra viðteknum ramma opinberrar kynningar. Limbó er ekki rými fyrir nemendaverkefni. 

Skráningarferli

Fylltu út skráningarformið hér. Upplýsingar sem þarf að koma fram eru:

# 1— Nafn og tengiliðaupplýsingar

# 2 — Stutt lýsing á fyrirhuguðu verkefni, 100-250 orð

# 3 — Mynd sem hægt er að nota í kynningarskyni

# 4 — Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda, 100-150 orð

# 5 — Dagsetningar. Ákveðnar dagsetningar fyrir verkefnið. Sjá framboð hér*.

Aðstaða og framlag Nýlistasafnsins:

Limbó er lifandi rými sem auk tilraunaverkefna hýsir bókabúð safnsins, móttöku og aðra viðburði og hópa eins og Lestrarklúbb Nýlistasafnsins. Hér er teikning af rýminu og svæðinu (gult) sem er frátekið fyrir Limbó verkefni, en fundir og/eða aðrir viðburðir geta einnig farið fram í rýminu samhliða verkefnum.

Nýló miðlar og kynnir verkefnin á öllum miðlum safnsins, sendir tilkynningar til fjölmiðla, myndar verkefni/viðburði og sér um yfirsetu. 

Umsækjendur bera ábyrgð á skipulagningu og uppsetningu, auk þess að skila rýminu í sama ástandi og það var þegar tekið var við því. Nýlistasafnið útvegar sparsl og hvíta málningu til að bletta veggi, ef umsækjendur ætla að mála veggina er það á þeirra ábyrgð að mála þá aftur í upprunalegum lit og standa undir kostnaði. Uppsetning fyrir hvert verkefni er frá 10—17 einum til tveimur dögum áður en verkefnið er sett af stað og niðurtaka er frá 10—17 daginn eftir að hverju verkefni lýkur.

Starfsmaður Nýló mun hafa samband við þig til að setja upp og stuttan 15-30 mínútna fund til að ræða skipulag og uppsetningu viðburðarins 1-2 vikum fyrir viðburðinn.

Tæknibúnaður Nýlistasafnsins stendur umsækjendum til boða ef búnaðurinn er ekki þegar í notkun.

*Dagsetningar geta breyst. Dagatalið er uppfært reglulega.*

Nýlistasafnið opnar að nýju fyrir skráningu á verkefnum í Limbó, tilraunarými safnsins, fyrir maí, júní og ágúst. Enginn eiginlegur skráningarfrestur er í gildi annar en sá að umsækjendur eru beðnir um að sækja um eigi síður en tveim vikum fyrir valdar dagsetningar. Fyrstur kemur fyrstur fær, og við lokum fyrir skráningu þegar fyllt hefur verið í öll pláss. 

Limbó er opið rými fyrir verk í vinnslu, gjörninga, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistar.

Limbó er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem starfa á sviði samtímamyndlistar. Verkefni geta teygt sig allt frá nokkrum klukkustundum og upp í tveggja vikna tímabil. Ef verkefni er samþykkt fær umsækjandi/umsækjendur tölvupóst frá nylo(hjá)nylo.is með staðfestingu eða tillögu að nýjum dagsetningum (t.d. ef um tvöfalda bókun er að ræða). Verkefnum gæti verið hafnað ef þau passa ekki við markmið Limbó. 

Viðmið og markmið

Markmiðið er að leggja áherslu á ferli, fjölbreytileika sjónarhorna og tilraunir í framsetningu. Limbó á að svara rýmisþörf með styttri fyrirvara en annars tíðkast, og er ekki hugsað sem vettvangur fyrir sýningar í hefðbundnum skilningi heldur fyrir verkefni sem ögra viðteknum ramma opinberrar kynningar. Limbó er ekki rými fyrir nemendaverkefni. 

Skráningarferli

Fylltu út skráningarformið hér. Upplýsingar sem þarf að koma fram eru:

# 1— Nafn og tengiliðaupplýsingar

# 2 — Stutt lýsing á fyrirhuguðu verkefni, 100-250 orð

# 3 — Mynd sem hægt er að nota í kynningarskyni

# 4 — Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda, 100-150 orð

# 5 — Dagsetningar. Ákveðnar dagsetningar fyrir verkefnið. Sjá framboð hér*.

Aðstaða og framlag Nýlistasafnsins:

Limbó er lifandi rými sem auk tilraunaverkefna hýsir bókabúð safnsins, móttöku og aðra viðburði og hópa eins og Lestrarklúbb Nýlistasafnsins. Hér er teikning af rýminu og svæðinu (gult) sem er frátekið fyrir Limbó verkefni, en fundir og/eða aðrir viðburðir geta einnig farið fram í rýminu samhliða verkefnum.

Nýló miðlar og kynnir verkefnin á öllum miðlum safnsins, sendir tilkynningar til fjölmiðla, myndar verkefni/viðburði og sér um yfirsetu. 

Umsækjendur bera ábyrgð á skipulagningu og uppsetningu, auk þess að skila rýminu í sama ástandi og það var þegar tekið var við því. Nýlistasafnið útvegar sparsl og hvíta málningu til að bletta veggi, ef umsækjendur ætla að mála veggina er það á þeirra ábyrgð að mála þá aftur í upprunalegum lit og standa undir kostnaði. Uppsetning fyrir hvert verkefni er frá 10—17 einum til tveimur dögum áður en verkefnið er sett af stað og niðurtaka er frá 10—17 daginn eftir að hverju verkefni lýkur.

Starfsmaður Nýló mun hafa samband við þig til að setja upp og stuttan 15-30 mínútna fund til að ræða skipulag og uppsetningu viðburðarins 1-2 vikum fyrir viðburðinn.

Tæknibúnaður Nýlistasafnsins stendur umsækjendum til boða ef búnaðurinn er ekki þegar í notkun.

*Dagsetningar geta breyst. Dagatalið er uppfært reglulega.*