18.01—02.03.2025
Claudia Hausfeld
ANTECHAMBER
„Ég er manngervingur áþreifanlegrar auðmýktar, munaðarleysingi innviðanna sem byggðir voru við veginn fyrir þá mikilfenglegu framtíðarsýn að halda öllu saman þegar allt vill hrynja.*“
Ágrip
Claudia Hausfeld (f. 1980 í Austur Berlín, GDR) lagði stund á ljósmyndunar nám í Zürich í Sviss og útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Í verkum sínum kannar hún samband mynda og rýmis, hennar helstu miðlar eru ljósmyndun og skúlptúr. Hún grípur í ýmsan efnivið til að skapar umhverfi sem eru ótraust og draga hugmyndir um raunveruleikann í efa af nærgætni.