19.03—01.05.2022
Annarosa Krøyer Holm, hands.on.matter kollektíf (Sandra Nicoline Nielsen & Tim van der Loo), Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (Olando Whyte & Rut Karin Zettergren), Páll Haukur Björnsson, Sheida Soleimani, The Many Headed Hydra kollektíf (Aziz Sohail, Bryndís Björnsdóttir, Emma Wolf Haugh & Suza Husse) ásamt Pia Arke og Zahra Malkani
IMMUNE/ÓNÆM
Immune / Ónæm er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis 11 alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra sem fjallar um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun út frá sameiginlegum upphafspunkti: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og myndinni sem þar er dregin fram af náttúrunni. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum og er eitt af leiðarstefum verkefnisins að nota Ísland, þessa einangruðu eyju og vistkerfi, sem flöt til að varpa á hugleiðingum um pólitíska, samfélagslega og efnahagslega þætti sem varða náttúruna.
Ríkuleg viðburðadagskrá mun fara fram samhliða sýningunni, svo sem vinnustofur, gjörningar og opnar samræður.
Í tilefni sýningarinnar verður Steinunn Gunnlaugsdóttir og Bryndís Björnsdóttir með verk og gjörð fyrir framan Marshallhúsið, hluta af sýningartímanum.
Ágrip
Sýningarstjóri
Bryndís Björnsdóttir