16.03—28.04.2024

Sýningar

Anna Hrund Másdóttir

dáðir, draumar og efasemdir

Með sýningunni dáðir, draumar og efasemdir dregur Anna Hrund Másdóttir fram aðferðir sem gera huganum kleift að reika og dagdraumum að taka á sig áþreifanlegt form. Vakandi huga dreymir á daginn og oft er gott að kalla draumana fram og mæta amstrinu og deginum þannig: sokkin ofan í tilbúna kyrrð sem færir okkur nær hinni hliðinni á teningnum. Þá opnast heimurinn og ólíkir staðir spretta fram úr mishátíðlegu efni.

Ágrip

Anna Hrund Másdóttir lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Anna hefur tekið virkan þátt í listalífinu hérlendis, tekið þátt í ýmsum verkefnum og sýnt víða, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Harbinger og Gallery Port. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er hún meðlimur í Kling & Bang.