25.09—18.10.2015
Simon Buckley
Nothing Really Matters (except me)
Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á sýninguna Nothing Really Matters (except me), með nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Simon Buckley (UK).
Ágrip
Simon Buckley (1984, UK), lauk meistaranámi í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2013 og útskrifaðist með meistaragráðu í heimspeki frá Háskólanum í Bristol árið 2010. Nýlegar sýningar og verkefni hans eru ‘All You Need’ í Riverside Space í Bern, ‘Village of Hope Trees’ í Part 1, Köln og ‘Paul Scholes (A Design For Life)’ í The Tip, Frankfurt am Main og ‘Blasted’, sem var hluti af gjörningadagskrá ‘Words Don’t Come Easy’ í Harbinger í Reykjavík 2014. Þetta er fyrsta einkasýning listamannsins á Íslandi.