Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Douwe Jan Bakker, Fiona Banner, Graham Wiebe, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Rós Guðnadóttir, Ívar Glói, Ívar Valgarðs, Kristín Karólína Helgadóttir & Ófeigur Sigurðsson, Joseph Marzolla, Rúna Þorkelsdóttir, Sidsel Winther, Unnar Örn, Sóley Frostadóttir & Joe Keys
Ný aðföng: gjafir, endurgerðir og staðgenglar

Á sýningunni Ný aðföng: gjafir, endurgerðir og staðgenglar gefur að líta sneiðmynd af því sem bæst hefur í safneign Nýlistasafnsins frá árinu 2020. Verkavalinu er ætlað að sýna ólíkar ástæður þess að verk rata til Nýló, skúlptúr innsetning, endurgerð verka sem hafa skemmst, staðgenglar stolinna verka, viðbætur við verk sem þegar eru í safneign og tillögur að verkum sem aldrei raungerðust. Markmiðið með sýningunni er að varpa ljósi á einstaka nálgun Nýló í rekstri og söfnun lifandi safneignar.
Sýningarstjóri
Jenny Barrett