13.06—04.08.2024
Aki Onda, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir, Logi Leó Gunnarsson
Rás
RÁS er hugsuð sem mögulegt svar við þeirri mótsögn sem felst í því að „sýna hljóð“; ómöguleikinn sem birtist okkur verður að leik eða þraut: Hvernig er hægt að skapa sýningu sem höfðar fyrst og fremst til eyrnanna? Í spurningunni er ákveðinn útúrsnúningur falinn. Hljóði fylgir jafnan sjónræn umgjörð og skynfærin spila yfirleitt saman á einhvern hátt. Við hljóð koma óhjákvæmilega myndir upp í hugann og öfugt. Spurningunni fylgir einföld æfing sem skilgreinir ramma sýningarinnar og felur í sér að hljóð er skoðað út frá sínum efnislegu og eðlislægu eiginleikum. Þegar hljóð fær að vera hljóð í sjálfu sér verða tengingar þess við minningar okkar og aðra staði en þá sem við erum stödd á, skýrari og áþreifanlegri. Við tökum að færast um stað, ferðast um hljóðheiminn, finna fyrir hljóðinu.
Sýningarstjóri
Sunna Ástþórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð