11.11.2022

12:00—18:00

Viðburðir

LIMBÓ: Skrifstofa KÁHH greiningar

Spennandi fréttir! Dagana 11. til 13. nóvember mun Limbó breytast í skrifstofu KAHH-greiningar, þátttökugjörning, sem býður þér að kynnast sjálfum þér sem aldrei fyrr. Gjörningurinn er einstaklingsupplifun og fer fram á opnunartímum safnsins, frá klukkan 12—18 þessa daga. Til að tryggja tíma er hægt að bóka í gegnum kahh.greining(hjá)gmail.com. Rétt er að taka til greina að KÁHH Greining tekur vægt gjald fyrir þátttöku.

SKRIFSTOFA KÁHH GREININGAR

Hversu oft hefur þú velt því fyrir þér hver þú ert? Við hjá KÁHH greiningu höfum þróað hið fullkomna ferli svo þú getur loksins komist að þínum innri sannleika! Ertu kisuhnappur, álfahnappur, kisuhestur eða álfahestur? Komumst að því í sameiningu og tökum skref í átt að dýpri sjálfsþekkingu og lífshamingju! ☆

Allt mannkynið á heima á mjög einföldu grafi. Annars vegar má segja að við séum annað hvort kisur eða álfar og hins vegar hestar eða hnappar. Samanber nafnið KÁHH: K(isa) Á(lfur) H(estur) H(nappur). Hjá okkur getur þú keypt greiningu sem lýsir sér í u.þ.b. 10 mínútna viðtali og í lok greiningar staðsetjum við þig á grafinu á formlegu viðurkenndu skírteini. KÁHH greining sér einnig um að framleiða einstaka gervinga sérstaklega ætlaðir þinni KÁHH gerð. Við mælum að sjálfsögðu með að fjárfesta í sínum gerving, enda er hver útgáfa í takmörkuðu upplagi. Þau sem hafa áður fengið greiningu hjá okkur er velkomið að koma og fjárfesta í nýrri útgáfu af ykkar gerving.

Við bjóðum upp á tímabókanir í gegnum kahh.greining(hjá)gmail.com (bókanir þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 10. nóvember). Ekki er nauðsynlegt að bóka tíma, en það er eina leiðin til þess að tryggja sér pláss í greiningu.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! ☆

Verið velkomin á skrifstofu KÁHH greiningar! ☆

KÁHH GREININGARTEYMIÐ samamstendur af Kötu og Kötlu. Þær eru sérfræðingar í KÁHH fræðum sem eru ómissandi þáttur í ferðalaginu að betri sjálfsþekkingu og lífshamingju. KÁHH greining hefur ferðast hringinn í kringum landið og verið með uppákomur í Reykjavík, á Seyðisfirði, Þórshöfn og fleiri stöðum. Greiningarteymið hefur nú þegar greint 107 manns, og talan hækkar stöðugt, enda stefnir teymið á að greina allt landið og jafnvel út fyrir landsteinana.

LIMBÓ er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem starfa á sviði samtímamyndlistar. Með áherslu á ferli og tilraunir er Limbó lifandi vettvangur fyrir verk í vinnslu, gjörninga, innsetningar, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistarinnar.

Spennandi fréttir! Dagana 11. til 13. nóvember mun Limbó breytast í skrifstofu KAHH-greiningar, þátttökugjörning, sem býður þér að kynnast sjálfum þér sem aldrei fyrr. Gjörningurinn er einstaklingsupplifun og fer fram á opnunartímum safnsins, frá klukkan 12—18 þessa daga. Til að tryggja tíma er hægt að bóka í gegnum kahh.greining(hjá)gmail.com. Rétt er að taka til greina að KÁHH Greining tekur vægt gjald fyrir þátttöku.

SKRIFSTOFA KÁHH GREININGAR

Hversu oft hefur þú velt því fyrir þér hver þú ert? Við hjá KÁHH greiningu höfum þróað hið fullkomna ferli svo þú getur loksins komist að þínum innri sannleika! Ertu kisuhnappur, álfahnappur, kisuhestur eða álfahestur? Komumst að því í sameiningu og tökum skref í átt að dýpri sjálfsþekkingu og lífshamingju! ☆

Allt mannkynið á heima á mjög einföldu grafi. Annars vegar má segja að við séum annað hvort kisur eða álfar og hins vegar hestar eða hnappar. Samanber nafnið KÁHH: K(isa) Á(lfur) H(estur) H(nappur). Hjá okkur getur þú keypt greiningu sem lýsir sér í u.þ.b. 10 mínútna viðtali og í lok greiningar staðsetjum við þig á grafinu á formlegu viðurkenndu skírteini. KÁHH greining sér einnig um að framleiða einstaka gervinga sérstaklega ætlaðir þinni KÁHH gerð. Við mælum að sjálfsögðu með að fjárfesta í sínum gerving, enda er hver útgáfa í takmörkuðu upplagi. Þau sem hafa áður fengið greiningu hjá okkur er velkomið að koma og fjárfesta í nýrri útgáfu af ykkar gerving.

Við bjóðum upp á tímabókanir í gegnum kahh.greining(hjá)gmail.com (bókanir þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 10. nóvember). Ekki er nauðsynlegt að bóka tíma, en það er eina leiðin til þess að tryggja sér pláss í greiningu.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! ☆

Verið velkomin á skrifstofu KÁHH greiningar! ☆

KÁHH GREININGARTEYMIÐ samamstendur af Kötu og Kötlu. Þær eru sérfræðingar í KÁHH fræðum sem eru ómissandi þáttur í ferðalaginu að betri sjálfsþekkingu og lífshamingju. KÁHH greining hefur ferðast hringinn í kringum landið og verið með uppákomur í Reykjavík, á Seyðisfirði, Þórshöfn og fleiri stöðum. Greiningarteymið hefur nú þegar greint 107 manns, og talan hækkar stöðugt, enda stefnir teymið á að greina allt landið og jafnvel út fyrir landsteinana.

LIMBÓ er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem starfa á sviði samtímamyndlistar. Með áherslu á ferli og tilraunir er Limbó lifandi vettvangur fyrir verk í vinnslu, gjörninga, innsetningar, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistarinnar.