13.05.2023

14:00—16:00

Viðburðir

Opnun: ATHÖFN – útskriftarsýning MA nema í myndlist

Athöfn, útskriftarsýning Meistaranema í Myndlist frá Listaháskóla Íslands opnar laugardaginn 13. maí kl. 14–16 í Nýlistasafninu. Verið öll hjartanlega velkomin! 

Útskriftarnemendur MA í myndlist árið 2023 eru: Deepa R. Iyenger, Íris María Leifsdóttir, Júlíanna Ósk Hafberg, Jóhanna Margrétardóttir, Sarah Finkle, Solveig Pálsdóttir og Thora Karlsdóttir. 

Í gegnum eigin viðfangsefni leitast þær við að þoka mörkunum örlítið lengra: mörkum hegðunar, persónulegs rýmis, reynslu og tilfinninga. Mörkum umhyggju, skipaðra hlutverka og samvistar manns og náttúru. Mörkum þess hversu langt við getum hugsað út fyrir tímann og inn í okkur sjálf. Listamennirnir sækja í þræði frá nýlegum einkasýningum sem taka á sig ný form í  öðru samhengi. 

Það er alltaf kliður í kringum okkur. Ekki bara eitthvað ómerkilegt suð heldur rafmögnuð spenna sem hefur áhrif á líkama og krefst athygli. Í dag skiptir sífellt meira máli að halda þræði á fullri ferð áfram: forgangsraða, sía frá, finna reglu í óreglunni, merkingu í skjálfandanum, endurskipuleggja — eða hreinlega bara líta undan. Útskriftarsýningin tekur sér stöðu á tímum þar sem aðgerðir mæta doða og afstaða mætir undankomuleiðum. Með verkunum kanna listamennirnir leiðir í gegnum þessa póla og bregðast við umhverfi sínu og samhengi, hver á sinn hátt, með verkum sem kalla á viðbragð og næmni. 

Sýningin stendur til 4. júní og er opin miðvikudaga–sunnudaga frá kl. 12–18. 

Sýningastjóri er Sunna Ástþórsdóttir

Athöfn, útskriftarsýning Meistaranema í Myndlist frá Listaháskóla Íslands opnar laugardaginn 13. maí kl. 14–16 í Nýlistasafninu. Verið öll hjartanlega velkomin! 

Útskriftarnemendur MA í myndlist árið 2023 eru: Deepa R. Iyenger, Íris María Leifsdóttir, Júlíanna Ósk Hafberg, Jóhanna Margrétardóttir, Sarah Finkle, Solveig Pálsdóttir og Thora Karlsdóttir. 

Í gegnum eigin viðfangsefni leitast þær við að þoka mörkunum örlítið lengra: mörkum hegðunar, persónulegs rýmis, reynslu og tilfinninga. Mörkum umhyggju, skipaðra hlutverka og samvistar manns og náttúru. Mörkum þess hversu langt við getum hugsað út fyrir tímann og inn í okkur sjálf. Listamennirnir sækja í þræði frá nýlegum einkasýningum sem taka á sig ný form í  öðru samhengi. 

Það er alltaf kliður í kringum okkur. Ekki bara eitthvað ómerkilegt suð heldur rafmögnuð spenna sem hefur áhrif á líkama og krefst athygli. Í dag skiptir sífellt meira máli að halda þræði á fullri ferð áfram: forgangsraða, sía frá, finna reglu í óreglunni, merkingu í skjálfandanum, endurskipuleggja — eða hreinlega bara líta undan. Útskriftarsýningin tekur sér stöðu á tímum þar sem aðgerðir mæta doða og afstaða mætir undankomuleiðum. Með verkunum kanna listamennirnir leiðir í gegnum þessa póla og bregðast við umhverfi sínu og samhengi, hver á sinn hátt, með verkum sem kalla á viðbragð og næmni. 

Sýningin stendur til 4. júní og er opin miðvikudaga–sunnudaga frá kl. 12–18. 

Sýningastjóri er Sunna Ástþórsdóttir