Opnun: Last Museum (Reykjavík edition)
Verið hjartanlega velkomin á opnun Last Museum (Reykjavik edition) laugardaginn 11.júní, í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu kl. 16—18.
Last Museum er (með vísun í orðaforða tölvunarfræði) „stafli“. Þessi stafli nær utan um land, skúlptúr, kóða, notendaupplifun og fleira. Listaverkin sem sýnd eru snerta á þessum lögum: Hverjum listamanni var falið að skapa skúlptúra sem settir verða upp á tilteknum stað að eigin vali. Inngrip þeirra voru síðan tekin upp á myndband og úrklippurnar sem urðu til voru settar saman sem gagnvirk runa á netinu.
The Last Museum máir út mörkin milli kvikmynda- og skúlptúrlistar, og rannsakar möguleikana sem felast í vefmiðlinum. Þessi útgáfa sýningarinnar er aðgengileg áwww.nylo.is, og kynnir nýtt verk eftir Egil Sæbjörnsson ásamt verkum listafólks frá sjö öðrum löndum. Vefsíðan tekur á sig áþreifanlega mynd hér í sýningarsalnum, ásamt fyrri verkum Egils, sem varpa ljósi á langvarandi vinnu listamannsins með sýndarveruleika.
Listamenn:
Egill Sæbjörnsson ásamt Nora Al-Badri, Nicole Foreshew, Juliana Cerqueira Leite, Jakrawal Nilthamrong, Zohra Opoku, and Charles Stankievech, Petros Moris
Sýningarstjóri:
Nadim Samman
Last Museum (Reykjavík edition) er hluti af Listahátíð í Reykjavík, og unnin í samstarfi við KW Institute for Contemporary Art, sem átti frumkvæði að sýningarverkefninu.
Verið hjartanlega velkomin á opnun Last Museum (Reykjavik edition) laugardaginn 11.júní, í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu kl. 16—18.
Last Museum er (með vísun í orðaforða tölvunarfræði) „stafli“. Þessi stafli nær utan um land, skúlptúr, kóða, notendaupplifun og fleira. Listaverkin sem sýnd eru snerta á þessum lögum: Hverjum listamanni var falið að skapa skúlptúra sem settir verða upp á tilteknum stað að eigin vali. Inngrip þeirra voru síðan tekin upp á myndband og úrklippurnar sem urðu til voru settar saman sem gagnvirk runa á netinu.
The Last Museum máir út mörkin milli kvikmynda- og skúlptúrlistar, og rannsakar möguleikana sem felast í vefmiðlinum. Þessi útgáfa sýningarinnar er aðgengileg áwww.nylo.is, og kynnir nýtt verk eftir Egil Sæbjörnsson ásamt verkum listafólks frá sjö öðrum löndum. Vefsíðan tekur á sig áþreifanlega mynd hér í sýningarsalnum, ásamt fyrri verkum Egils, sem varpa ljósi á langvarandi vinnu listamannsins með sýndarveruleika.
Listamenn:
Egill Sæbjörnsson ásamt Nora Al-Badri, Nicole Foreshew, Juliana Cerqueira Leite, Jakrawal Nilthamrong, Zohra Opoku, and Charles Stankievech, Petros Moris
Sýningarstjóri:
Nadim Samman
Last Museum (Reykjavík edition) er hluti af Listahátíð í Reykjavík, og unnin í samstarfi við KW Institute for Contemporary Art, sem átti frumkvæði að sýningarverkefninu.