13.10.2023

17:00—20:00

Viðburðir

Sequences XI: Get ekki séð — Opnunarviðburður í Marshallhúsinu

Verið velkomin á opnunarviðburð Sequences XI: Get ekki séð í Nýlistasafninu og Kling & Bang, föstudaginn 13. október. Viðburðurinn fer fram að loknum opnunargjörningi listhópsins Aaloe-Ader-Flo-Künnap-Soosalu sem hefst við Hafnarhúsið kl. 16:00 og lýkur fyrir utan Marshallhúsið kl. 17:00.

Opnunin í Marshallhúsinu hefst kl. 17:00 í Nýlistasafninu með gjörningnum Fist eftir Johanne Hedva. Kukkan 18:00 verða ræður og í kjölfarið opna sýningarnar formlega: Neðanjarðar í Nýlistasafninu og Jarðvegur í Kling & Bang. Listamaðurinn og kokkurinn Pola Sutryk mun bjóða upp á æta innsetningu í Kling & Bang.

Klukkan 20:00 er eftirpartý í Bíó Paradís. Ókeypis aðgangur.

Yfirskrift hátíðarinnar, Get ekki séð skiptist í fjóra kafla sem veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum.

Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún hefst á þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra.Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.

Neðanjarðar — Nýlistasafnið

Hér í neðanjarðarheiminum koma lög jarðarinnar í ljós. Í þessu umhverfi vex allt og dafnar og brotnar endanlega niður. Í líki moldvörpu gröfum við okkur niður í kolniðamyrkrið, teygum lykt af jörð, rotnun og brennisteinssamböndum. Hér er risavaxinn myrkur jarðkjarni, hann dregur andann hægt og fylgir sínum eigin hrynjanda; altari undirheima, skapað úr leir; málverk málað af botnleðju sem safnaðist upp eftir nýlegar náttúruhamfarir af mannavöldum. Jörðin man, en gleypir líka, meltir og eyðir loks öllum ummerkjum um allt það sem hefur nokkurn tímann verið.

Dagskrá Sequences XI — Get ekki séð er að finna í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar, www.sequences.is.

Verið velkomin á opnunarviðburð Sequences XI: Get ekki séð í Nýlistasafninu og Kling & Bang, föstudaginn 13. október. Viðburðurinn fer fram að loknum opnunargjörningi listhópsins Aaloe-Ader-Flo-Künnap-Soosalu sem hefst við Hafnarhúsið kl. 16:00 og lýkur fyrir utan Marshallhúsið kl. 17:00.

Opnunin í Marshallhúsinu hefst kl. 17:00 í Nýlistasafninu með gjörningnum Fist eftir Johanne Hedva. Kukkan 18:00 verða ræður og í kjölfarið opna sýningarnar formlega: Neðanjarðar í Nýlistasafninu og Jarðvegur í Kling & Bang. Listamaðurinn og kokkurinn Pola Sutryk mun bjóða upp á æta innsetningu í Kling & Bang.

Klukkan 20:00 er eftirpartý í Bíó Paradís. Ókeypis aðgangur.

Yfirskrift hátíðarinnar, Get ekki séð skiptist í fjóra kafla sem veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum.

Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún hefst á þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra.Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.

Neðanjarðar — Nýlistasafnið

Hér í neðanjarðarheiminum koma lög jarðarinnar í ljós. Í þessu umhverfi vex allt og dafnar og brotnar endanlega niður. Í líki moldvörpu gröfum við okkur niður í kolniðamyrkrið, teygum lykt af jörð, rotnun og brennisteinssamböndum. Hér er risavaxinn myrkur jarðkjarni, hann dregur andann hægt og fylgir sínum eigin hrynjanda; altari undirheima, skapað úr leir; málverk málað af botnleðju sem safnaðist upp eftir nýlegar náttúruhamfarir af mannavöldum. Jörðin man, en gleypir líka, meltir og eyðir loks öllum ummerkjum um allt það sem hefur nokkurn tímann verið.

Dagskrá Sequences XI — Get ekki séð er að finna í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar, www.sequences.is.