02.12.2021

20:30—22:00

Viðburðir

Lestrarélag Nýló: Anna Líndal

Lesefni: "Why Have There Been No Great Women Artists?" Thirty Years After eftir Linda Nochlin

Umsjón og val lesefnis: Anna Líndal

Varða: Berglind Jóna Hlynsdóttir


Fimmtudaginn 2. desember komum við saman í síðasta sinn fyrir jól. Hálf öld er liðin frá því tímamótatexti Lindu Nochlin, Why Have There Been No Great Women Artists? kom út fyrst. Af því tilefni er komin út ný viðhafnarútgáfa með upprunalega textanum ásamt greininni sem verður til umræðu á lestrarkvöldinu, þar sem Nochlin veltir fram sömu spurningu þrjátíu árum síðar. Anna Líndal valdi lesefnið, með henni verður Berglind Jóna Hlynsdóttir, varða kvöldsins. Lestrarkvöldið hefst kl. 20:30.

Textann má nálgast með því að skrifa til nylo(hjá)nylo.is

Vert er að geta þess að Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir hafa þýtt upprunalegan texta Lindu Nochlin yfir á íslensku. Þýðingin birtist í tímaritinu HUGUR, 31 (2020) undir yfirskriftinni: „Hvers vegna hafa ekki verið til neinar miklar listakonur?“.

Lesefni: "Why Have There Been No Great Women Artists?" Thirty Years After eftir Linda Nochlin

Umsjón og val lesefnis: Anna Líndal

Varða: Berglind Jóna Hlynsdóttir


Fimmtudaginn 2. desember komum við saman í síðasta sinn fyrir jól. Hálf öld er liðin frá því tímamótatexti Lindu Nochlin, Why Have There Been No Great Women Artists? kom út fyrst. Af því tilefni er komin út ný viðhafnarútgáfa með upprunalega textanum ásamt greininni sem verður til umræðu á lestrarkvöldinu, þar sem Nochlin veltir fram sömu spurningu þrjátíu árum síðar. Anna Líndal valdi lesefnið, með henni verður Berglind Jóna Hlynsdóttir, varða kvöldsins. Lestrarkvöldið hefst kl. 20:30.

Textann má nálgast með því að skrifa til nylo(hjá)nylo.is

Vert er að geta þess að Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir hafa þýtt upprunalegan texta Lindu Nochlin yfir á íslensku. Þýðingin birtist í tímaritinu HUGUR, 31 (2020) undir yfirskriftinni: „Hvers vegna hafa ekki verið til neinar miklar listakonur?“.