Afmælis- & nýárs fögnuður Nýló
Kæru vinir,
Nýlistasafnið fagnar 47. ferð sinni í kring um sólina með allsherjar nýársfögnuði, laugardaginn 4. janúar næstkomandi! Dagskráin verður glæsileg og þéttpökkuð, lifandi tónlist, uppákomur og fleira! Verið öll hjartanlega velkomin að fagna nýju ári með okkur!
Húsið opnar klukkan 20:00 og aðgangseyrir er aðeins 1.500 krónur. Fordrykkur í boði fyrir fyrstu gestina og barinn verður að sjálfsögðu opinn allt kvöldið með veglegum veigum á hagstæðu verði.
DAGSKRÁ VERÐUR KYNNT Á NÝJU ÁRI!
Afmælis- og nýárspartý Nýló er jafnframt fjáröflun fyrir safnið, sem heldur úti metnaðarfullri sýningar- og viðburðardagskrá og stendur vörð um einstaka safneign og heimildarsafn.
Hrópum húrra fyrir öllum 47 árunum sem Nýló hefur lifað fyrir listina, og dönsum fram á nótt!
Kæru vinir,
Nýlistasafnið fagnar 47. ferð sinni í kring um sólina með allsherjar nýársfögnuði, laugardaginn 4. janúar næstkomandi! Dagskráin verður glæsileg og þéttpökkuð, lifandi tónlist, uppákomur og fleira! Verið öll hjartanlega velkomin að fagna nýju ári með okkur!
Húsið opnar klukkan 20:00 og aðgangseyrir er aðeins 1.500 krónur. Fordrykkur í boði fyrir fyrstu gestina og barinn verður að sjálfsögðu opinn allt kvöldið með veglegum veigum á hagstæðu verði.
DAGSKRÁ VERÐUR KYNNT Á NÝJU ÁRI!
Afmælis- og nýárspartý Nýló er jafnframt fjáröflun fyrir safnið, sem heldur úti metnaðarfullri sýningar- og viðburðardagskrá og stendur vörð um einstaka safneign og heimildarsafn.
Hrópum húrra fyrir öllum 47 árunum sem Nýló hefur lifað fyrir listina, og dönsum fram á nótt!