21.05.2023

15:00—16:00

Viðburðir

Athöfn — listamannaspjall: Sarah Finkle og Solveig Pálsdóttir

Verið velkomin á listamannaspjall með Sarah Finkle og Solveigu Pálsdóttur, þar sem þær ræða verkin sem þær sýna á útskriftarsýningu meistaranema í myndlist, aðdraganda þeirra og samhengi. Viðburðurinn er sá fyrsti í röð samtala þar sem útskriftarhópurinn fjallar um verk sín og feril., sjá dagskrá hér að neðan.

Útskriftarsýning meistaranema í Myndlist frá Listaháskóla Íslands ber titilinn Athöfn. Í gegnum eigin viðfangsefni leitast útskriftarhópurinn við að þoka mörkunum örlítið lengra: mörkum hegðunar, persónulegs rýmis, reynslu og tilfinninga. Mörkum umhyggju, skipaðra hlutverka og samvistar manns og náttúru. Mörkum þess hversu langt við getum hugsað út fyrir tímann og inn í okkur sjálf. Listamennirnir sækja í þræði frá nýlegum einkasýningum sem taka á sig ný form í  öðru samhengi.

Sarah Finkle (f. 1989) vinnur aðallega í textíl. Hún lauk BA gráðu frá Skidmore háskóla og lagði þar áherslu á textíl og skúlptúr áður en hún hélt í meistaranám í myndlist við Listaháskóla Ísland. Samhliða sýningum á verkum sínum í New York, á Íslandi og erlendis hefur hún unnið með textíl í sviðsmyndahönnun og búið til gagnvirkar textílinnsetningar fyrir leikhús- og danssýningar. Verk hennar eru stöðug leit að rými, efni, líkamanum. Hvernig líkama okkar líður, hvernig hann bregst við og tekur þátt í rýminu.

Solveig Pálsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá LHÍ árið 2009. Síðan hefur hún verið virk í mismunandi skapandi aðstæðum, allt frá því að reka sýningarrými til listagallería í atvinnuskyni, búa til tónlist fyrir sjálfa sig og plötuumslög fyrir aðra. Verk hennar einkennast af flæðandi línum, lýsa innra landslagi hennar eða skynjun á ytri heiminum. Þau eru að finna í Myrkraverki á Skólavörðustíg 3.

Athöfn — útskriftarsýning MA nema í myndlist — Viðburðadagskrá

Sunnudagur, 21. maí kl. 15: Listamannaspjall með Sarah Finkle og Solveigu Pálsdóttur

Tungumál: Enska

Fimmtudagur 25. maí kl. 20:00: Listamannaspjall með Jóhönnu Margrétardóttur, Júlíönnu Ósk Hafberg og Thoru

Karlsdóttur

Tungumál: tekur mið af þeim sem mæta, fer fram annaðhvort á íslensku eða ensku.

Sunnudagur 28. maí kl. 15: Listamannaspjall með Íris Maríu Leifsdóttur, Deepa Yiengar

Tungumál: Enska

Verið velkomin á listamannaspjall með Sarah Finkle og Solveigu Pálsdóttur, þar sem þær ræða verkin sem þær sýna á útskriftarsýningu meistaranema í myndlist, aðdraganda þeirra og samhengi. Viðburðurinn er sá fyrsti í röð samtala þar sem útskriftarhópurinn fjallar um verk sín og feril., sjá dagskrá hér að neðan.

Útskriftarsýning meistaranema í Myndlist frá Listaháskóla Íslands ber titilinn Athöfn. Í gegnum eigin viðfangsefni leitast útskriftarhópurinn við að þoka mörkunum örlítið lengra: mörkum hegðunar, persónulegs rýmis, reynslu og tilfinninga. Mörkum umhyggju, skipaðra hlutverka og samvistar manns og náttúru. Mörkum þess hversu langt við getum hugsað út fyrir tímann og inn í okkur sjálf. Listamennirnir sækja í þræði frá nýlegum einkasýningum sem taka á sig ný form í  öðru samhengi.

Sarah Finkle (f. 1989) vinnur aðallega í textíl. Hún lauk BA gráðu frá Skidmore háskóla og lagði þar áherslu á textíl og skúlptúr áður en hún hélt í meistaranám í myndlist við Listaháskóla Ísland. Samhliða sýningum á verkum sínum í New York, á Íslandi og erlendis hefur hún unnið með textíl í sviðsmyndahönnun og búið til gagnvirkar textílinnsetningar fyrir leikhús- og danssýningar. Verk hennar eru stöðug leit að rými, efni, líkamanum. Hvernig líkama okkar líður, hvernig hann bregst við og tekur þátt í rýminu.

Solveig Pálsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá LHÍ árið 2009. Síðan hefur hún verið virk í mismunandi skapandi aðstæðum, allt frá því að reka sýningarrými til listagallería í atvinnuskyni, búa til tónlist fyrir sjálfa sig og plötuumslög fyrir aðra. Verk hennar einkennast af flæðandi línum, lýsa innra landslagi hennar eða skynjun á ytri heiminum. Þau eru að finna í Myrkraverki á Skólavörðustíg 3.

Athöfn — útskriftarsýning MA nema í myndlist — Viðburðadagskrá

Sunnudagur, 21. maí kl. 15: Listamannaspjall með Sarah Finkle og Solveigu Pálsdóttur

Tungumál: Enska

Fimmtudagur 25. maí kl. 20:00: Listamannaspjall með Jóhönnu Margrétardóttur, Júlíönnu Ósk Hafberg og Thoru

Karlsdóttur

Tungumál: tekur mið af þeim sem mæta, fer fram annaðhvort á íslensku eða ensku.

Sunnudagur 28. maí kl. 15: Listamannaspjall með Íris Maríu Leifsdóttur, Deepa Yiengar

Tungumál: Enska