29.04.2023

Viðburðir

LIMBÓ: Á milli mála — Agnes Ársælsdóttir og Anna Andrea Winther

Hundum og ástvinum þeirra er boðið að snæða millimál í Limbó, verkefnarými Nýlistasafnsins, dagana 29. og 30. apríl frá 14-17. Boðið verður upp á smárétti sem henta dýrum af hunda- og mannkyni á sérhönnuðum borðbúnaði. 

Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og skráning fer á eyðublaði, smellið hér.

Á milli mála er rannsóknarverkefni eftir Agnesi Ársæls og Önnu Andreu Winther þar sem samvist hunda og manna í nútímanum er skoðuð í gegnum fæðu og beint er sjónum að millimáli — stund sem brýtur upp daginn, hlé þar sem hægt er að staldra við og njóta með sjálfum sér eða í samneiti við aðra. Hvernig birtist þetta óformlega uppbrot í lífi heimilishunda og er möguleiki á að gefa því aukið vægi sem tengslamyndunar tækifæri í hversdeginum? Hundum og ástvinum þeirra er boðið að koma og njóta samveru hvors annars. Kræsingar verða bornar fram með þarfir beggja tegunda í huga.

Agnes Ársæls (f. 1996) og Anna Andrea Winther (f. 1993) eru myndlistarmenn sem búa og starfa í Reykjavík. Samstarf þeirra hófst eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands 2018 en það einkennist af gagnrýnum leik og sambandi manns við umhverfi sitt. Anna Andrea útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2022 og Agnes stundar nú meistaranám í sýningarstjórnun við Háskóla Íslands. Báðar hafa sýnt verk sín bæði hérlendis og erlendis en einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum Verkefnum.

Hundum og ástvinum þeirra er boðið að snæða millimál í Limbó, verkefnarými Nýlistasafnsins, dagana 29. og 30. apríl frá 14-17. Boðið verður upp á smárétti sem henta dýrum af hunda- og mannkyni á sérhönnuðum borðbúnaði. 

Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og skráning fer á eyðublaði, smellið hér.

Á milli mála er rannsóknarverkefni eftir Agnesi Ársæls og Önnu Andreu Winther þar sem samvist hunda og manna í nútímanum er skoðuð í gegnum fæðu og beint er sjónum að millimáli — stund sem brýtur upp daginn, hlé þar sem hægt er að staldra við og njóta með sjálfum sér eða í samneiti við aðra. Hvernig birtist þetta óformlega uppbrot í lífi heimilishunda og er möguleiki á að gefa því aukið vægi sem tengslamyndunar tækifæri í hversdeginum? Hundum og ástvinum þeirra er boðið að koma og njóta samveru hvors annars. Kræsingar verða bornar fram með þarfir beggja tegunda í huga.

Agnes Ársæls (f. 1996) og Anna Andrea Winther (f. 1993) eru myndlistarmenn sem búa og starfa í Reykjavík. Samstarf þeirra hófst eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands 2018 en það einkennist af gagnrýnum leik og sambandi manns við umhverfi sitt. Anna Andrea útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2022 og Agnes stundar nú meistaranám í sýningarstjórnun við Háskóla Íslands. Báðar hafa sýnt verk sín bæði hérlendis og erlendis en einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum Verkefnum.