27.04.2023

20:00—21:00

Viðburðir

Leiðsögn um House of Purkinje

Á fimmtudeginum langa, 27. apríl kl. 20:00 leiðir Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri, gesti í gegnum einkasýningu Amanda Riffo, House of Purkinje. Sýningin vekur álitlegar spurningar um meðvitund okkar gagnvart umhverfinu, líffeðlisfræði augans og skáldaðan veruleika. Sýningin hefur staðið yfir síðan í byrjun mars, en henni lýkur nú um helgina. Leiðsögnin er því gott tækifæri til að kanna mismunandi kima sýningarinnar, áður en hún verður tekin niður. Tungumál viðburðarins tekur mið af þeim sem mæta, og fer annaðhvort fram á íslensku eða ensku. Það er enginn aðgangseyrir í Nýlistasafnið og við bjóðum öll hjartanlega velkomin.

MeðHouse of Purkinje setur Amanda fram hliðstæður á milli lífeðlisfræði augans og meðvitundar okkar gagnvart umhverfinu. Þetta gerir hún með því að etja sýningarrýminu saman við kvikmyndaver, en Amanda hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum næstum jafn lengi og hún hefur starfað sem myndlistarmaður. Á báðum sviðum vinnur hún með afbakaða hluti, skáldaðar myndir og stöðugar vangaveltur um hvernig við skynjum umhverfi okkar. 

Á fimmtudeginum langa, 27. apríl kl. 20:00 leiðir Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri, gesti í gegnum einkasýningu Amanda Riffo, House of Purkinje. Sýningin vekur álitlegar spurningar um meðvitund okkar gagnvart umhverfinu, líffeðlisfræði augans og skáldaðan veruleika. Sýningin hefur staðið yfir síðan í byrjun mars, en henni lýkur nú um helgina. Leiðsögnin er því gott tækifæri til að kanna mismunandi kima sýningarinnar, áður en hún verður tekin niður. Tungumál viðburðarins tekur mið af þeim sem mæta, og fer annaðhvort fram á íslensku eða ensku. Það er enginn aðgangseyrir í Nýlistasafnið og við bjóðum öll hjartanlega velkomin.

MeðHouse of Purkinje setur Amanda fram hliðstæður á milli lífeðlisfræði augans og meðvitundar okkar gagnvart umhverfinu. Þetta gerir hún með því að etja sýningarrýminu saman við kvikmyndaver, en Amanda hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum næstum jafn lengi og hún hefur starfað sem myndlistarmaður. Á báðum sviðum vinnur hún með afbakaða hluti, skáldaðar myndir og stöðugar vangaveltur um hvernig við skynjum umhverfi okkar.