05.09.2024

16:00—18:00

Viðburðir

Limbó: Berglind Ágústsdóttir | Fyrir Palestínu

Verið velkomin á örsýningu Berglindar Ágústsdóttur í Limbó, tilraunarými Nýlistasafnsins. Þar sýnir hún ný verk tileinkuð fólkinu í Palestínu. Berglind selur myndirnar á eigin vegum en allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar fyrir fólkið á Gaza. Sýningin verður opin frá og með fimmtudeginum 5. September til sunnudagsins 8. september á opnunartímum safnsins, opnunarviðburður verður frá kl. 16—18 á fimmtudeginum.

Um verkefnið skrifar Berglind:

5 sept -8 sept verð ég með litla pop up sýningu í limbó í nýlistarsafninu þar sem ég sýni teikningar og myndir unnar í blek og mixed media. Allur ágóði af seldum verkum fer til styktar fólki í palestínu sem býr nú við ofbeldi, hungur og neyð. Teikningarnar gerði ég á síðasta ári þegar allur þessi hryllingur var að byrja. Teikningarnar flæddu til mín og núna langar að sýna þær og ef eitthvað af þeim selts að ágóðin fari 100% í neyðarhjálp. þær fæddust uppúr þessum hrylling og sorg yfir allri þessari endalausu grimmd og voru mín leið að vinna úr öllum þessum tilfinningum sem maður upplifir að horfa uppá þjóðarmorð í beinni útsendingu. sumar eru litskrúðugar, abstrakt eða jafnvel glaðar en þær tilheyra þessum tíma og þar afleiðandi fer ágóðin af þeim til palestínu.

Ég verð einnig með print. Og vinkona mín steinunn gunnlaugsdóttir verður með handgerða eyrnalokka. Væri yndislegt að sjá ykkur og sýna ykkur verkinn.
Maður stendur svo valdlaus gagnvart öllum þessi hrylling sem virðist bara versna og versna. Sama hvað við öskrum, deilum , skrifum og gerum er það eins og dropi í hafi. Það er auðvelt að fallast algjörlega hendur og missa alla trú á mannkyninu þegar maður horfir upp á að þessu sé leyft að gerast. En það er mikilvægt að gefast ekki upp, höldum utan um hvert annað, tölum saman og leyfum ekki hjartanu okkar að harðna.


Frjáls Palestína!

Verið velkomin á örsýningu Berglindar Ágústsdóttur í Limbó, tilraunarými Nýlistasafnsins. Þar sýnir hún ný verk tileinkuð fólkinu í Palestínu. Berglind selur myndirnar á eigin vegum en allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar fyrir fólkið á Gaza. Sýningin verður opin frá og með fimmtudeginum 5. September til sunnudagsins 8. september á opnunartímum safnsins, opnunarviðburður verður frá kl. 16—18 á fimmtudeginum.

Um verkefnið skrifar Berglind:

5 sept -8 sept verð ég með litla pop up sýningu í limbó í nýlistarsafninu þar sem ég sýni teikningar og myndir unnar í blek og mixed media. Allur ágóði af seldum verkum fer til styktar fólki í palestínu sem býr nú við ofbeldi, hungur og neyð. Teikningarnar gerði ég á síðasta ári þegar allur þessi hryllingur var að byrja. Teikningarnar flæddu til mín og núna langar að sýna þær og ef eitthvað af þeim selts að ágóðin fari 100% í neyðarhjálp. þær fæddust uppúr þessum hrylling og sorg yfir allri þessari endalausu grimmd og voru mín leið að vinna úr öllum þessum tilfinningum sem maður upplifir að horfa uppá þjóðarmorð í beinni útsendingu. sumar eru litskrúðugar, abstrakt eða jafnvel glaðar en þær tilheyra þessum tíma og þar afleiðandi fer ágóðin af þeim til palestínu.

Ég verð einnig með print. Og vinkona mín steinunn gunnlaugsdóttir verður með handgerða eyrnalokka. Væri yndislegt að sjá ykkur og sýna ykkur verkinn.
Maður stendur svo valdlaus gagnvart öllum þessi hrylling sem virðist bara versna og versna. Sama hvað við öskrum, deilum , skrifum og gerum er það eins og dropi í hafi. Það er auðvelt að fallast algjörlega hendur og missa alla trú á mannkyninu þegar maður horfir upp á að þessu sé leyft að gerast. En það er mikilvægt að gefast ekki upp, höldum utan um hvert annað, tölum saman og leyfum ekki hjartanu okkar að harðna.


Frjáls Palestína!