Limbó Opnun: ACT I: THE WHEELHOUSE
Verið velkomin á opnun ACT I: THE WHEELHOUSE, þann 08 apríl á milli klukkan 16:00-18:00. Verkið er staðbundin, fjölrása vídeóinnsetning eftir Nickie Sigurdsson og Kristina Stallvik sem þær unnu sérstaklega fyrir tilraunarými Nýló, Limbó. Rannsóknir Nickie og Kristina virkja sameiginlegt minni og rannsaka getu huglægra, skynrænna „gagna“ til að rekja tengslin milli íslenskra fiskveiðisamfélaga, ómennskra afla og aðstæðna okkar samtíma.
Í samræmi við mikilvæga staðsetningu safnsins – Marshallhúsið við höfnina í Reykjavík er ACT I samsett úr fundnum hlutum úr smábátahöfninni og útsendingum frá vefmyndavélum Faxaflóahafna og eru aðgengilegar almenningi. Í uppsetningunni er gestum boðið upp á að skrifa vangaveltur og verða þar af leiðandi þáttakendur í endursögn á atburðum sem gerðust í kjölfar grundvallarbreytinga á fiskveiðilöggjöf landsins.
Gestir ACT I eru kvaddir til að ígrunda þessar sögur með því að bregðast við efninu og „minningum“ vélmenna sem fram koma í innsetningunni. Eftir röð ábendinga taka listamennirnir vel á móti skrípamyndum, merkjagerð, krúttmyndum, myndum, texta, bókstöfum, litum, útgefnu efni... sem tengjast eigin reynslu þátttakenda af fiskveiði eða eru sprottin úr ímynduðum aðstæðum. Hvernig gæti Reykjavíkurhöfn hafa lyktað á níunda áratugnum? Hverju verður fiskibátur vitni að í daglegu amstri?
Limbó er opið rými fyrir verk í vinnslu, gjörninga, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistar.
Stuðningur við ACT I er að hluta veittur af Office for Contemporary Art Norway.
Verið velkomin á opnun ACT I: THE WHEELHOUSE, þann 08 apríl á milli klukkan 16:00-18:00. Verkið er staðbundin, fjölrása vídeóinnsetning eftir Nickie Sigurdsson og Kristina Stallvik sem þær unnu sérstaklega fyrir tilraunarými Nýló, Limbó. Rannsóknir Nickie og Kristina virkja sameiginlegt minni og rannsaka getu huglægra, skynrænna „gagna“ til að rekja tengslin milli íslenskra fiskveiðisamfélaga, ómennskra afla og aðstæðna okkar samtíma.
Í samræmi við mikilvæga staðsetningu safnsins – Marshallhúsið við höfnina í Reykjavík er ACT I samsett úr fundnum hlutum úr smábátahöfninni og útsendingum frá vefmyndavélum Faxaflóahafna og eru aðgengilegar almenningi. Í uppsetningunni er gestum boðið upp á að skrifa vangaveltur og verða þar af leiðandi þáttakendur í endursögn á atburðum sem gerðust í kjölfar grundvallarbreytinga á fiskveiðilöggjöf landsins.
Gestir ACT I eru kvaddir til að ígrunda þessar sögur með því að bregðast við efninu og „minningum“ vélmenna sem fram koma í innsetningunni. Eftir röð ábendinga taka listamennirnir vel á móti skrípamyndum, merkjagerð, krúttmyndum, myndum, texta, bókstöfum, litum, útgefnu efni... sem tengjast eigin reynslu þátttakenda af fiskveiði eða eru sprottin úr ímynduðum aðstæðum. Hvernig gæti Reykjavíkurhöfn hafa lyktað á níunda áratugnum? Hverju verður fiskibátur vitni að í daglegu amstri?
Limbó er opið rými fyrir verk í vinnslu, gjörninga, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistar.
Stuðningur við ACT I er að hluta veittur af Office for Contemporary Art Norway.