22.10.2022

16:00—18:00

Viðburðir

LIMBÓ: Silent Disco

Það gleður okkur að bjóða velkomin í Limbó, á opnun innsetningarnar Silent Disco eftur Önnu Guðrúnu Tómasdóttur,  22. Október  kl 16:00. Silent Disco verður aðgengileg til 28. október, á opnunartímum Nýlistasafnsins. 

Silent Disco

Ekkert er hljóðlaust.

Ég hef verið að rannsaka hljóð og þögn í þessu ferli. Hvernig við manneskjur tjáum okkur. Í tilraun til að reyna að skilja merkingu hljóðs og þögn mun ég nota hljóðnema. Hljóðneminn varpar ljósi á samskipti fólks og hvernig hljóð og þögn verða eitt. Þarftu alltaf að fylla þögnina af orðum og hljóðum? Þögn er önnur tjáningarform. Við tölum mikið en segjum ekki neitt.

Hvað gerum við til að fylla upp í tómið? Silent Disco er tilraun, innsetningarverk um endurspeglun félagslegrar hegðunar.

ANNA GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR er dansari og danshöfundur með BA gráðu úr Listaháskóla Íslands.  Hún útskrifaðist á Alþjóðlegu samtímadansbraut vorið 2021, en með náminu var hún auk þess í starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum og vann náið með Erna Ómarsdóttir listrænum stjónanda flokksins og Höllu Ólafsdóttur með verkið Rómeó ❤ Júlía. Eftir útskrift hóf hún starfsnám hjá tveimur listamönnum, danshöfundinum Ásrúnu Magnúsdóttur og listamanninum Ragnari Kjartanssyni. Dansinn hefur verið partur af lífi Önnu frá 8 ára aldri, en þá hóf hún nám við Listdansskóla Íslands þar sem áherslan var klassískur ballett og nútímadans. Hún útskrifaðist á nútímabrautinni árið 2018. Anna hefur dansað víða á sviðum og götum Íslands og unnið með fremstu listamönnum þjóðarinnar. Anna var einnig dansari í FWD youth company sem er dansflokkur fyrir unga dansara. Þar vann hún með danshöfundum eins og Katrínu Gunnasdóttur, Unni Elísabetu í vinsæla sviðsverki hennar Ég býð mig fram, Gígju Jónsdóttur, Sóley Frostadóttir og Of Monsters and Men. Anna einskorðar listsköpun sína ekki aðeins við dans. Hún er söngvari í feminískri pönk hljómsveitinni „The Boob Sweat Gang" sem hefur gefið út plötu og tónlistarmynd. Tónlist hefur verið áhugamál Önnu lengi og hefur hún mikla sköpunarþörf á því sviði sem sýnir síg í gjörningi hennar sem hliðarsjálfið DJ Gína Manic. Vorið 2022 fékk Anna styrk frá Reykjavík Dance Festival í samstarfi við Dansverkstæðið þar sem hún þróaði áfram útskriftaverkið sitt. Úr varð myndlistaverkið Silent Disco sem var sýnt á Dansverkstæðinu og verður aftur sett upp í Nýlistasafni Íslands í lok október.

LIMBÓ er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem starfa á sviði samtímamyndlistar. Með áherslu á ferli og tilraunir er Limbó lifandi vettvangur fyrir verk í vinnslu, gjörninga, innsetningar, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistarinnar. 

Það gleður okkur að bjóða velkomin í Limbó, á opnun innsetningarnar Silent Disco eftur Önnu Guðrúnu Tómasdóttur,  22. Október  kl 16:00. Silent Disco verður aðgengileg til 28. október, á opnunartímum Nýlistasafnsins. 

Silent Disco

Ekkert er hljóðlaust.

Ég hef verið að rannsaka hljóð og þögn í þessu ferli. Hvernig við manneskjur tjáum okkur. Í tilraun til að reyna að skilja merkingu hljóðs og þögn mun ég nota hljóðnema. Hljóðneminn varpar ljósi á samskipti fólks og hvernig hljóð og þögn verða eitt. Þarftu alltaf að fylla þögnina af orðum og hljóðum? Þögn er önnur tjáningarform. Við tölum mikið en segjum ekki neitt.

Hvað gerum við til að fylla upp í tómið? Silent Disco er tilraun, innsetningarverk um endurspeglun félagslegrar hegðunar.

ANNA GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR er dansari og danshöfundur með BA gráðu úr Listaháskóla Íslands.  Hún útskrifaðist á Alþjóðlegu samtímadansbraut vorið 2021, en með náminu var hún auk þess í starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum og vann náið með Erna Ómarsdóttir listrænum stjónanda flokksins og Höllu Ólafsdóttur með verkið Rómeó ❤ Júlía. Eftir útskrift hóf hún starfsnám hjá tveimur listamönnum, danshöfundinum Ásrúnu Magnúsdóttur og listamanninum Ragnari Kjartanssyni. Dansinn hefur verið partur af lífi Önnu frá 8 ára aldri, en þá hóf hún nám við Listdansskóla Íslands þar sem áherslan var klassískur ballett og nútímadans. Hún útskrifaðist á nútímabrautinni árið 2018. Anna hefur dansað víða á sviðum og götum Íslands og unnið með fremstu listamönnum þjóðarinnar. Anna var einnig dansari í FWD youth company sem er dansflokkur fyrir unga dansara. Þar vann hún með danshöfundum eins og Katrínu Gunnasdóttur, Unni Elísabetu í vinsæla sviðsverki hennar Ég býð mig fram, Gígju Jónsdóttur, Sóley Frostadóttir og Of Monsters and Men. Anna einskorðar listsköpun sína ekki aðeins við dans. Hún er söngvari í feminískri pönk hljómsveitinni „The Boob Sweat Gang" sem hefur gefið út plötu og tónlistarmynd. Tónlist hefur verið áhugamál Önnu lengi og hefur hún mikla sköpunarþörf á því sviði sem sýnir síg í gjörningi hennar sem hliðarsjálfið DJ Gína Manic. Vorið 2022 fékk Anna styrk frá Reykjavík Dance Festival í samstarfi við Dansverkstæðið þar sem hún þróaði áfram útskriftaverkið sitt. Úr varð myndlistaverkið Silent Disco sem var sýnt á Dansverkstæðinu og verður aftur sett upp í Nýlistasafni Íslands í lok október.

LIMBÓ er vettvangur fyrir listamenn, sýningarstjóra og aðra sem starfa á sviði samtímamyndlistar. Með áherslu á ferli og tilraunir er Limbó lifandi vettvangur fyrir verk í vinnslu, gjörninga, innsetningar, umræður, upplestra, kynningar á rannsóknum og ýmis önnur örverkefni innan fjölbreytts mengis samtímalistarinnar.