18.08.2024

Viðburðir

Listamanna spjall: Boaz Yosef Friedman og Sara Rossi

Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Boaz Yosef Friedman og Sara Rossi sem taka þátt í sýningunni Einhver málverk.

Einhver málverk spannar verk fjögurra málara; Boaz Yosef Friedman, Helgu Páleyjar, Jóhannesar Dagssonar og Sara Rossi. Með einstaka undantekningum, hefur hver og einn þessara listamanna vinnu sína út frá efni sem þau hafa safnað að sér þó það sé ólíkt í eðli sínu og útkoman enn ólíkari. Upphafspunktur þeirra, litur, sniðmát, mælikvarði og rými birtast sem viðbrögð við þessu fundna efni.

Boaz Yosef Friedman (f. 1994, Guam) býr og starfar í Reykjavík, hann vinnur helst með skúlptúr, málverk, teikningu og innsetningar. Í verkum sínum kafar hann ofan í spurningar um fagurfræðilegar venjur og gerir tilraunir til að skapa nýjar tilfinninga upplifanir með því endurskoða uppbyggingu smekks. Hann er einn af stofnendum Íslenska Teiknisetursins, félagasamtök rekin án hagnaðarsjónamiða, tileinkuð því að rannsaka og upplifta teikningu á Íslandi. Boaz lauk nam við Düsseldorf Kunstakademie (í bekk prófessor Trisha Donnelly og John Morgan) í Þýskalandi og við myndlistar og málara deild Slade School of Fine Art í London.

Sara Rossi (f. 1981, Trento, Italy) býr og starfar í Berlín, Þýskalandi. Hún útskrifaðist með meistara gráðu frá Ilman árið 2021. Í verkum sínum kannar hún ólík svið þess að sjá, hugsa og muna, hún leggur áherslu á sköpun sjónrænnar merkingar með því að rýna í tilurð hins sýnilega áður en það hefur undirgengist nokkurskonar flokkun. Sjálf lýsir hún eigin ferli sem einskonar „huglægri meltingu,“ hún kannar hvernig myndir geta varpað ljósi á hugsunar mynstur.

Mynd: Sara Rossi

Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Boaz Yosef Friedman og Sara Rossi sem taka þátt í sýningunni Einhver málverk.

Einhver málverk spannar verk fjögurra málara; Boaz Yosef Friedman, Helgu Páleyjar, Jóhannesar Dagssonar og Sara Rossi. Með einstaka undantekningum, hefur hver og einn þessara listamanna vinnu sína út frá efni sem þau hafa safnað að sér þó það sé ólíkt í eðli sínu og útkoman enn ólíkari. Upphafspunktur þeirra, litur, sniðmát, mælikvarði og rými birtast sem viðbrögð við þessu fundna efni.

Boaz Yosef Friedman (f. 1994, Guam) býr og starfar í Reykjavík, hann vinnur helst með skúlptúr, málverk, teikningu og innsetningar. Í verkum sínum kafar hann ofan í spurningar um fagurfræðilegar venjur og gerir tilraunir til að skapa nýjar tilfinninga upplifanir með því endurskoða uppbyggingu smekks. Hann er einn af stofnendum Íslenska Teiknisetursins, félagasamtök rekin án hagnaðarsjónamiða, tileinkuð því að rannsaka og upplifta teikningu á Íslandi. Boaz lauk nam við Düsseldorf Kunstakademie (í bekk prófessor Trisha Donnelly og John Morgan) í Þýskalandi og við myndlistar og málara deild Slade School of Fine Art í London.

Sara Rossi (f. 1981, Trento, Italy) býr og starfar í Berlín, Þýskalandi. Hún útskrifaðist með meistara gráðu frá Ilman árið 2021. Í verkum sínum kannar hún ólík svið þess að sjá, hugsa og muna, hún leggur áherslu á sköpun sjónrænnar merkingar með því að rýna í tilurð hins sýnilega áður en það hefur undirgengist nokkurskonar flokkun. Sjálf lýsir hún eigin ferli sem einskonar „huglægri meltingu,“ hún kannar hvernig myndir geta varpað ljósi á hugsunar mynstur.

Mynd: Sara Rossi