02.02.2024

18:00—19:00

Viðburðir

Listamannaspjall á Safnanótt: Sæmundur Þór Helgason

Verið velkomin í Nýlistasafnið á Safnanótt, föstudaginn 2. febrúar. Sæmundur Þór Helgason og Odda Júlía Snorradóttir spjalla við gesti um sýninguna Af hverju er Ísland svona fátækt? Spjallið hefst kl. 18, enginn aðgangseyrir og tungumálið tekur mið af þeim sem mæta (íslenska/enska). 

„Af hverju er Ísland svona fátækt?”spyr listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason í nýrri sýningu á samnefndu verki sem myndar samtal við valin verk úr safneign Nýlistasafnsins. Fagurfræði sýningarinnar er innblásin af grafísku auðkenni matvöruverslunarinnar Bónus sem upphaflega var stofnuð til að tryggja viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. 

Á sýningunni er fjallað um fátækt sem áhyggjuefni íslensku þjóðarinnar en einnig út frá lifaðri reynslu einstaklinga. Ásamt verki Sæmundar eru til sýnis verk úr safneign Nýlistasafnsins sem eru þau skoðuð út frá hugmyndum um auð og misskiptingu hans í samtíma samfélagi. Verkin eru til marks um að málefnið eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni þrátt fyrir að ímyndarsköpun landsins kunni að gefa annað í skyn.

Verið velkomin í Nýlistasafnið á Safnanótt, föstudaginn 2. febrúar. Sæmundur Þór Helgason og Odda Júlía Snorradóttir spjalla við gesti um sýninguna Af hverju er Ísland svona fátækt? Spjallið hefst kl. 18, enginn aðgangseyrir og tungumálið tekur mið af þeim sem mæta (íslenska/enska). 

„Af hverju er Ísland svona fátækt?”spyr listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason í nýrri sýningu á samnefndu verki sem myndar samtal við valin verk úr safneign Nýlistasafnsins. Fagurfræði sýningarinnar er innblásin af grafísku auðkenni matvöruverslunarinnar Bónus sem upphaflega var stofnuð til að tryggja viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. 

Á sýningunni er fjallað um fátækt sem áhyggjuefni íslensku þjóðarinnar en einnig út frá lifaðri reynslu einstaklinga. Ásamt verki Sæmundar eru til sýnis verk úr safneign Nýlistasafnsins sem eru þau skoðuð út frá hugmyndum um auð og misskiptingu hans í samtíma samfélagi. Verkin eru til marks um að málefnið eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni þrátt fyrir að ímyndarsköpun landsins kunni að gefa annað í skyn.