18.01.2025

16:00—18:00

Viðburðir

OPNUN: ANTECHAMBER

Verið hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Claudiu Hausfeld í Nýlistasafninu laugardaginn 18. janúar kl 16:00 - 18:00.

„Ég er manngervingur áþreifanlegrar auðmýktar, munaðarleysingi innviðanna sem byggðir voru við veginn fyrir þá mikilfenglegu framtíðarsýn að halda öllu saman þegar allt vill hrynja.*“ 

Áður en farið er inn í nokkurt herbergi, ástand, ham eða hvað sem er framundan, mætti segja að maður sé í nokkurs konar anddyri, millibili. Inngangi að einhverju, vanalega húsi, áfangastað eða hinu raunverulega. 


Claudia Hausfeld rannsakar hugmyndina um slíkt anddyri sem bæði innra og ytra rými endurnýjunar og hruns, þar sem verknaður tímans er lagður ofan á rými sýningar. Hún kannar myndlíkingar húss og líkama sem reistar eru á 206 beinum (sami fjöldi beina og er í mannlegri beinagrind) sem hafa verið holuð að innan svo það glittir í rauðan kjarnann. Könnun efnis og áferðar verður að einhvers konar millibili fyrir tilveruna sjálfa, þar sem að veruleikinn er brotakenndur, hrár og í þann mund að verða til. Mögulegt svar við mikilvægum vangaveltum: Hvernig náum við tengslum við innri upplifun áður en hugurinn tekur við og fyllir upp í eyðurnar með hefðbundnum tilvísunum og hugmyndafræðilegum mótífum?

Anddyrið, mitt á milli rofs og afhjúpunar, kallar á hið iðra og sundrar heildinni. Að brotna verður innilegt í þessu rými, blóð og skinn mæta þröskuldi líkamleikans. Fjöldi málverka, muna, teikninga, fundinna brota og efna úr byggingariðnaði bjóða upp á átök og uppgjör við þessa sundrun. Sár verða hurðir, op sem leiða ekki út heldur inn á við. Hvert brot gerir rýmið gljúpt og endurskilgreinir tilveruna sem byggingarpalla í viðkvæmri tilfærslu. Þetta er rými síendurtekins niðurbrots, þar sem gler og járn, leir og húð renna saman í yfirborð sem máir út og eyðir mörkum. Þetta er rými möguleika sett saman úr efni: bárujárni, silkiþrykki á gler, djúpprenti af múrsteinum sem úr seytlar blek, gler, brjósk. Það er hlaupkennt og dregur í sig áfallið sem fylgir því að búa í braki. 

* Brot úr gátu sem finna má í texta eftir Erin Honeycutt sem gefinn er út samhliða sýningunni og byggir á samtölum listamannsins og höfundarins.

Texti eftir Erin Honeycutt

Verið hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Claudiu Hausfeld í Nýlistasafninu laugardaginn 18. janúar kl 16:00 - 18:00.

„Ég er manngervingur áþreifanlegrar auðmýktar, munaðarleysingi innviðanna sem byggðir voru við veginn fyrir þá mikilfenglegu framtíðarsýn að halda öllu saman þegar allt vill hrynja.*“ 

Áður en farið er inn í nokkurt herbergi, ástand, ham eða hvað sem er framundan, mætti segja að maður sé í nokkurs konar anddyri, millibili. Inngangi að einhverju, vanalega húsi, áfangastað eða hinu raunverulega. 


Claudia Hausfeld rannsakar hugmyndina um slíkt anddyri sem bæði innra og ytra rými endurnýjunar og hruns, þar sem verknaður tímans er lagður ofan á rými sýningar. Hún kannar myndlíkingar húss og líkama sem reistar eru á 206 beinum (sami fjöldi beina og er í mannlegri beinagrind) sem hafa verið holuð að innan svo það glittir í rauðan kjarnann. Könnun efnis og áferðar verður að einhvers konar millibili fyrir tilveruna sjálfa, þar sem að veruleikinn er brotakenndur, hrár og í þann mund að verða til. Mögulegt svar við mikilvægum vangaveltum: Hvernig náum við tengslum við innri upplifun áður en hugurinn tekur við og fyllir upp í eyðurnar með hefðbundnum tilvísunum og hugmyndafræðilegum mótífum?

Anddyrið, mitt á milli rofs og afhjúpunar, kallar á hið iðra og sundrar heildinni. Að brotna verður innilegt í þessu rými, blóð og skinn mæta þröskuldi líkamleikans. Fjöldi málverka, muna, teikninga, fundinna brota og efna úr byggingariðnaði bjóða upp á átök og uppgjör við þessa sundrun. Sár verða hurðir, op sem leiða ekki út heldur inn á við. Hvert brot gerir rýmið gljúpt og endurskilgreinir tilveruna sem byggingarpalla í viðkvæmri tilfærslu. Þetta er rými síendurtekins niðurbrots, þar sem gler og járn, leir og húð renna saman í yfirborð sem máir út og eyðir mörkum. Þetta er rými möguleika sett saman úr efni: bárujárni, silkiþrykki á gler, djúpprenti af múrsteinum sem úr seytlar blek, gler, brjósk. Það er hlaupkennt og dregur í sig áfallið sem fylgir því að búa í braki. 

* Brot úr gátu sem finna má í texta eftir Erin Honeycutt sem gefinn er út samhliða sýningunni og byggir á samtölum listamannsins og höfundarins.

Texti eftir Erin Honeycutt