19.06.2021

15—17

Viðburðir

Opnun: Efnisgerð Augnablik

Verið hjartanlega velkomin á opnun sumarsýningar Nýlistasafnsins, Efnisgerð augnablik, laugardaginn 19. júní kl. 15—17 í Marshallhúsinu. Sýningin er samsýning fjögurra listamanna, þeirra Baldurs Geirs Bragasonar, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Ívars Valgarðssonar. Með sýningunni er leitast við að efnisgera augnablikið um stund með nýjum verkum sem dvelja í bilinu milli málverks og skúlptúrs. Sýningin stendur til 8. ágúst. 

Hvert listaverk er einstök uppspretta sjónrænnar skynjunar og kveikja fyrir hugmyndafræðilegar vangaveltur. Efnisgerð augnablik sækir upphafspunkt í málverkið, tilurð þess og arfleið, en sýningin hverfist í raun um stað og stund sýningargesta. Markmiðið er að beina sjónum að því hvernig rýmisverkun listaverka eykur meðvitund áhorfenda um eigin líkama, nærveru og skynjun á umhverfinu. Slík listupplifun er ávallt einstaklingsbundin og kemur á líkamlegu sambandi milli áhorfanda, rýmis og verks – listupplifun sem á sér stað og verður til í andartakinu. 

Verið hjartanlega velkomin á opnun sumarsýningar Nýlistasafnsins, Efnisgerð augnablik, laugardaginn 19. júní kl. 15—17 í Marshallhúsinu. Sýningin er samsýning fjögurra listamanna, þeirra Baldurs Geirs Bragasonar, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Ívars Valgarðssonar. Með sýningunni er leitast við að efnisgera augnablikið um stund með nýjum verkum sem dvelja í bilinu milli málverks og skúlptúrs. Sýningin stendur til 8. ágúst. 

Hvert listaverk er einstök uppspretta sjónrænnar skynjunar og kveikja fyrir hugmyndafræðilegar vangaveltur. Efnisgerð augnablik sækir upphafspunkt í málverkið, tilurð þess og arfleið, en sýningin hverfist í raun um stað og stund sýningargesta. Markmiðið er að beina sjónum að því hvernig rýmisverkun listaverka eykur meðvitund áhorfenda um eigin líkama, nærveru og skynjun á umhverfinu. Slík listupplifun er ávallt einstaklingsbundin og kemur á líkamlegu sambandi milli áhorfanda, rýmis og verks – listupplifun sem á sér stað og verður til í andartakinu.