Opnun: Útskriftarsýning MA nema í myndlist 2024
Rætur að rekja – hin örþunna íðilrót, útskriftarsýning MA nema í myndlist við Listaháskóla Íslands verður opnuð í Nýlistasafninu þann 11. maí næstkomandi kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin á þessa uppskeruhátíð!
Listamennirnir sem útskrifast 2024 eru: Camilla Cerioni, Camilla Sæberg, Galadriel González Romero, Jette Dalsgaard, Julie Sjöfn Gasiglia, Martina Priehodová, Nele Karlotta Berger, Sunneva Ása Weisshappel
Á sýningunni deila listamennirnir átta á persónulegan hátt með okkur hugmyndum sínum og skarpri sýn á samtímann með hliðsjón af hverfulleika, umbreytingamætti og hrynjandi lífsins á öllum tímum.
Áhorfendum er boðið í samskynjunarferðalag um svið vaxtar og umbreytinga, hringrás hins lífræna og beislun orku á mismunandi tíðnisviðum. Sýningin leiðir okkur inn í finnska tilfinningaskóga, niður í jörðina með rótarvefnaði, inn í jarðefni í föstu formi og lausu, um víðlendi mannslíkamans og staðgengla hans, við sveiflumst í hæga hringi og með hrosshári út um glugga og aftur inn, lag ofaná lag í lokuðum ílátum og opnum og með hljóðbylgjum sem dýfa sér ofan í hyldýpi og teikna djúpið með þykku myrkri beint á veggina.
Verk sýningarinnar kanna þörf mannsins til að samsama sig öðrum og jafnvel óskyldum verum og þær margvíslegu leiðir sem við notum til að skilja heiminn og okkur sjálf. Ein þeirra leiða er í gegnum húmor og í sýningunni er safngestum boðið til þátttöku og leiks. Skynja má gleði sýnenda við sköpun handgerðra hluta hennar þótt undirtónninn einkennist af meðvitund listamanna á mannöld um viðkvæmni vistkerfa og óstöðvandi hreyfingu náttúrunnar.
Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir
Rætur að rekja – hin örþunna íðilrót, útskriftarsýning MA nema í myndlist við Listaháskóla Íslands verður opnuð í Nýlistasafninu þann 11. maí næstkomandi kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin á þessa uppskeruhátíð!
Listamennirnir sem útskrifast 2024 eru: Camilla Cerioni, Camilla Sæberg, Galadriel González Romero, Jette Dalsgaard, Julie Sjöfn Gasiglia, Martina Priehodová, Nele Karlotta Berger, Sunneva Ása Weisshappel
Á sýningunni deila listamennirnir átta á persónulegan hátt með okkur hugmyndum sínum og skarpri sýn á samtímann með hliðsjón af hverfulleika, umbreytingamætti og hrynjandi lífsins á öllum tímum.
Áhorfendum er boðið í samskynjunarferðalag um svið vaxtar og umbreytinga, hringrás hins lífræna og beislun orku á mismunandi tíðnisviðum. Sýningin leiðir okkur inn í finnska tilfinningaskóga, niður í jörðina með rótarvefnaði, inn í jarðefni í föstu formi og lausu, um víðlendi mannslíkamans og staðgengla hans, við sveiflumst í hæga hringi og með hrosshári út um glugga og aftur inn, lag ofaná lag í lokuðum ílátum og opnum og með hljóðbylgjum sem dýfa sér ofan í hyldýpi og teikna djúpið með þykku myrkri beint á veggina.
Verk sýningarinnar kanna þörf mannsins til að samsama sig öðrum og jafnvel óskyldum verum og þær margvíslegu leiðir sem við notum til að skilja heiminn og okkur sjálf. Ein þeirra leiða er í gegnum húmor og í sýningunni er safngestum boðið til þátttöku og leiks. Skynja má gleði sýnenda við sköpun handgerðra hluta hennar þótt undirtónninn einkennist af meðvitund listamanna á mannöld um viðkvæmni vistkerfa og óstöðvandi hreyfingu náttúrunnar.
Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir