Sigurður Guðmundsson: Lestrarkvöld Nýló
Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og heiðursfélagi Nýlistasafnsins leiðir lestrarkvöld Nýlistasafnsins sem haldið verður í Marshallhúsinu. Til umfjöllunar er texti Sigurðar, Tími, sem fluttur var í Norræna Húsinu árið 1969. Sigurður mun kynna og leiða samræður um efni textans, sem má nálgast í sýningarskrá Sequences X - Kominn tími til, sem og á heimasíðu hátíðarinnar.
Lestarfélag Nýlistasafnsins er samræðuvettvangur Nýlistasafnsins sem starfrækt hefur verið frá 2018. Á völdum kvöldum yfir vetrarmánuðina er blásið til lestrarkvölda í húsakynnum safnsins í Marshallhúsinu, þar sem hverju sinni er rætt er á breiðum grunni fyrirfram ákveðið lesefni. Tilgangur kvöldanna er að skapa vettvang til samræðu um efni sem tengist listsköpun, búa til andlega næringu fyrir verkefni í vinnslu.
Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og heiðursfélagi Nýlistasafnsins leiðir lestrarkvöld Nýlistasafnsins sem haldið verður í Marshallhúsinu. Til umfjöllunar er texti Sigurðar, Tími, sem fluttur var í Norræna Húsinu árið 1969. Sigurður mun kynna og leiða samræður um efni textans, sem má nálgast í sýningarskrá Sequences X - Kominn tími til, sem og á heimasíðu hátíðarinnar.
Lestarfélag Nýlistasafnsins er samræðuvettvangur Nýlistasafnsins sem starfrækt hefur verið frá 2018. Á völdum kvöldum yfir vetrarmánuðina er blásið til lestrarkvölda í húsakynnum safnsins í Marshallhúsinu, þar sem hverju sinni er rætt er á breiðum grunni fyrirfram ákveðið lesefni. Tilgangur kvöldanna er að skapa vettvang til samræðu um efni sem tengist listsköpun, búa til andlega næringu fyrir verkefni í vinnslu.