Sýningaropnun: Þau standast ekki tímann
Nýlistasafnið býður ykkur innilega velkomin á opnun sýningarinnar Þau standast ekki tímann, fimmtudaginn langa, 25. ágúst frá kl. 17–20. Þau standast ekki tímann leiðir saman verk listamannanna Graham Wiebe, Magnúsar Sigurðarsonar, Minne Kersten, Patricia Carolina og Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur.
Þau standast ekki tímann er samkoma, þar sem upplausn og væntingar renna saman við lífsins vökva og sköpunarmátt eyðingarinnar, umbreytingu og hreyfingu.
Sýningin er tilraun með samstarf. Þetta er í fyrsta sinn sem listamennirnir vinna og sýna saman, en sýningin er afrakstur óvænts og opins samtals sem hófst þeirra á milli fyrir einhverjum mánuðum síðan.
Sýningin stendur til 25. ágúst, og henni verður fylgt úr hlaði með viðburðum, leiðsögnum og listamannaspjalli. Fylgist með hér á facebook, og á www.nylo.is
Stjórn Nýló leiddi listamennina saman í gegnum opið umsóknarferli, Nermine El Ansari og Margrét Dúadóttir Landmark sköpuðu samtalinu farveg í kjölfarið, í samvinnu við Sunnu Ástþórsdóttur.
Mynd:
Minne Kersten, Leak, 2020. Háskerpu vídeó, 4.3, litur, hljóð. 3 mínútur. Stilla birt með leyfi listamannsins
Nýlistasafnið býður ykkur innilega velkomin á opnun sýningarinnar Þau standast ekki tímann, fimmtudaginn langa, 25. ágúst frá kl. 17–20. Þau standast ekki tímann leiðir saman verk listamannanna Graham Wiebe, Magnúsar Sigurðarsonar, Minne Kersten, Patricia Carolina og Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur.
Þau standast ekki tímann er samkoma, þar sem upplausn og væntingar renna saman við lífsins vökva og sköpunarmátt eyðingarinnar, umbreytingu og hreyfingu.
Sýningin er tilraun með samstarf. Þetta er í fyrsta sinn sem listamennirnir vinna og sýna saman, en sýningin er afrakstur óvænts og opins samtals sem hófst þeirra á milli fyrir einhverjum mánuðum síðan.
Sýningin stendur til 25. ágúst, og henni verður fylgt úr hlaði með viðburðum, leiðsögnum og listamannaspjalli. Fylgist með hér á facebook, og á www.nylo.is
Stjórn Nýló leiddi listamennina saman í gegnum opið umsóknarferli, Nermine El Ansari og Margrét Dúadóttir Landmark sköpuðu samtalinu farveg í kjölfarið, í samvinnu við Sunnu Ástþórsdóttur.