Útgáfuhóf: Loops and Walks — úrval verka Tuma Magnússonar 2012—2022
Verið velkomin á útgáfuhóf bókarinnar Loops and Walks, um úrval verka Tuma Magnússonar árin 2012—2022. Bókin er gefin út af Space Poetry forlaginu í Kaupmannahöfn og fékk Tumi til liðs við sig ýmsa textahöfunda sem skrifa um verk hans og feril. Heiðar Kári Rannversson skrifar inngang, og greinar um einstök verk eru skrifaðar af Mikkel Bogh, Gitte Broeng, Jonatan Habib Engqvist og Sunnu Ástþórsdóttur.
Titill bókarinnar, Loops and Walks vísar í hreyfingu og tíma, göngu og endurtekningu. Bókin tekur fyrir vídeó- og hljóðinnsetningar Tuma, teikningar og málverk á plötur, vegg, pappír og landslag. Hljóðskúlptúra, ljósmyndaverk og ljósmyndaveggverk sköpuð á árunum 2012—2022. Oft eru mörkin milli aðferða óljós, t.d. getur teikning verið kóreógrafía og nálgast það að vera vídeó, og vídeó getur verið sett fram sem málverk eða teikning. Hljóðverk getur bæði verið teikning og ferðalag.
Í öllum verkunum er þáttur tímans mikið atriði, ásamt samverkun hljóðs, myndar, rýmis og hreyfingar. Mörg verkanna eru staðbundin. Þau eru oft nokkuð óræð, nálgunin er knöpp og þau leiða áhorfandann ekki alltaf í augljósar eða venjulegar áttir.
Umfjöllun um verkin í bók er því hjálpleg, og samþættir þessi mismunandi element verkanna með því að sýna þau öll saman, eins og lítil 10 ára yfirlitssýning.
Verið velkomin á útgáfuhóf bókarinnar Loops and Walks, um úrval verka Tuma Magnússonar árin 2012—2022. Bókin er gefin út af Space Poetry forlaginu í Kaupmannahöfn og fékk Tumi til liðs við sig ýmsa textahöfunda sem skrifa um verk hans og feril. Heiðar Kári Rannversson skrifar inngang, og greinar um einstök verk eru skrifaðar af Mikkel Bogh, Gitte Broeng, Jonatan Habib Engqvist og Sunnu Ástþórsdóttur.
Titill bókarinnar, Loops and Walks vísar í hreyfingu og tíma, göngu og endurtekningu. Bókin tekur fyrir vídeó- og hljóðinnsetningar Tuma, teikningar og málverk á plötur, vegg, pappír og landslag. Hljóðskúlptúra, ljósmyndaverk og ljósmyndaveggverk sköpuð á árunum 2012—2022. Oft eru mörkin milli aðferða óljós, t.d. getur teikning verið kóreógrafía og nálgast það að vera vídeó, og vídeó getur verið sett fram sem málverk eða teikning. Hljóðverk getur bæði verið teikning og ferðalag.
Í öllum verkunum er þáttur tímans mikið atriði, ásamt samverkun hljóðs, myndar, rýmis og hreyfingar. Mörg verkanna eru staðbundin. Þau eru oft nokkuð óræð, nálgunin er knöpp og þau leiða áhorfandann ekki alltaf í augljósar eða venjulegar áttir.
Umfjöllun um verkin í bók er því hjálpleg, og samþættir þessi mismunandi element verkanna með því að sýna þau öll saman, eins og lítil 10 ára yfirlitssýning.