Spjallað um vinnustofudvölina í Clermont Ferrand
Fimmtudaginn langa, 31. mars kl. 19—21 verðum við með heitt á könnunni í Nýló í Marshallhúsinu og listamennirnir Nína Óskarsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir, spjalla við áhugasama um vinnustofudvölina hjá Artistes en résidence í Clermont Ferrand. Þær hafa báðar farið og dvalið hjá AR og munu segja frá sinni reynslu. Viðburðurinn er opinn öllum og er sérstaklega hugsaður fyrir þau sem hafa áhuga á að sækja um.
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir fyrir vinnustofudvöl hjá Artistes en résidence í Clermont-Ferrand, en frestur til að senda inn umsókn er 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um vinnustofudvölina eru að finna á heimasíðu Nýlistasafnsins hér, eða hjá Artistes en residence hér.
Vinnustofan er skipti-prógram og samstarfsverkefni Nýlistasafnsins, Artistes en résidence í Clermont Ferrand, Franska sendiráðsins á Íslandi, Alliance Francaise og Sambands Íslenskra myndlistarmanna. Ár hvert fer einn listamaður frá Íslandi til Frakklands, og ár hvert tökum við á móti listamanni frá Frakklandi hingað til Íslands. Listamenn af öllum þjóðernum með aðsetur á Íslandi geta sótt um að vinnustofudvöl í Frakklandi.
Ljósmynd og verk: Nína Óskarsdóttir.
Fimmtudaginn langa, 31. mars kl. 19—21 verðum við með heitt á könnunni í Nýló í Marshallhúsinu og listamennirnir Nína Óskarsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir, spjalla við áhugasama um vinnustofudvölina hjá Artistes en résidence í Clermont Ferrand. Þær hafa báðar farið og dvalið hjá AR og munu segja frá sinni reynslu. Viðburðurinn er opinn öllum og er sérstaklega hugsaður fyrir þau sem hafa áhuga á að sækja um.
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir fyrir vinnustofudvöl hjá Artistes en résidence í Clermont-Ferrand, en frestur til að senda inn umsókn er 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um vinnustofudvölina eru að finna á heimasíðu Nýlistasafnsins hér, eða hjá Artistes en residence hér.
Vinnustofan er skipti-prógram og samstarfsverkefni Nýlistasafnsins, Artistes en résidence í Clermont Ferrand, Franska sendiráðsins á Íslandi, Alliance Francaise og Sambands Íslenskra myndlistarmanna. Ár hvert fer einn listamaður frá Íslandi til Frakklands, og ár hvert tökum við á móti listamanni frá Frakklandi hingað til Íslands. Listamenn af öllum þjóðernum með aðsetur á Íslandi geta sótt um að vinnustofudvöl í Frakklandi.