14.12.2023

Fréttir

Stjórn Nýlistasafnsins fordæmir harðlega árásir á óbreytta borgara og ekki síst börn. Við syrgjum tap af lífum á báða bóga og stöndum í óbilandi samstöðu með íbúum Gaza og Palestínu sem sæta grimmilegu hernámi og eru nú algjörlega sviptir grundvallar mannúðaraðstoð. 

Við stöndum fyrir fjölbreytni og verndun menningarsögu. Við stöndum staðföst með rétti allra til að lifa og tjá sig án þess að sæta ofsóknum og kúgun í einhverju formi. Við fordæmum markvissa atlögu að áþreifanlegum og óáþreifanlegum menningararfi og ritskoðun þeirra einstaklinga og stofnana sem tjá sig um núverandi ástand.

Við tökum skýra afstöðu gegn hatursorðræðu í allri sinni mynd og tökum undir með þeim einstaklingum og stofnunum hér á Íslandi og á alþjóðavettvangi sem fordæma núverandi stöðu.

Við fordæmum þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni og skorum á ríkisstjórn Íslands að krefjast varanlegs vopnahlés og sýna stuðning við fólk á flótta. 

Við hvetjum öll sem hafa tök á að sýna stuðning í verki og tala fyrir mannréttindum fyrir alla.

Stjórn Nýlistasafnsins fordæmir harðlega árásir á óbreytta borgara og ekki síst börn. Við syrgjum tap af lífum á báða bóga og stöndum í óbilandi samstöðu með íbúum Gaza og Palestínu sem sæta grimmilegu hernámi og eru nú algjörlega sviptir grundvallar mannúðaraðstoð. 

Við stöndum fyrir fjölbreytni og verndun menningarsögu. Við stöndum staðföst með rétti allra til að lifa og tjá sig án þess að sæta ofsóknum og kúgun í einhverju formi. Við fordæmum markvissa atlögu að áþreifanlegum og óáþreifanlegum menningararfi og ritskoðun þeirra einstaklinga og stofnana sem tjá sig um núverandi ástand.

Við tökum skýra afstöðu gegn hatursorðræðu í allri sinni mynd og tökum undir með þeim einstaklingum og stofnunum hér á Íslandi og á alþjóðavettvangi sem fordæma núverandi stöðu.

Við fordæmum þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni og skorum á ríkisstjórn Íslands að krefjast varanlegs vopnahlés og sýna stuðning við fólk á flótta. 

Við hvetjum öll sem hafa tök á að sýna stuðning í verki og tala fyrir mannréttindum fyrir alla.