17.04.2025

Fréttir

Kæru fulltrúar!

Hér með boðar stjórn Nýlistasafnsins til ársfundar, þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Fundurinn fer fram í húsakynnum safnsins Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fundardagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur 2024
  3. Nýir fulltrúar taldir upp
  4. Kynning frambjóðenda
  5. Kjör stjórnar – kosið er um sæti formanns, fjögur sæti aðalstjórnar og þrjú sæti varastjórnar.

HLÉ (talning atkvæða)

  1. Fjárhagsáætlun kynnt og árgjald 2026 ákveðið
  2. Niðurstöður kosninga kunngjörðar
  3. Önnur mál

Formanns- og stjórnarkosning

Kosið verður um öll sæti stjórnar og varastjórnar: Formann til eins árs, fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs. 

Sunna Ástþórsdóttir, formaður stjórnar mun ekki gefa áfram kost á sér til formanns. Hún hefur sagt starfi sínu sem safnstjóri Nýlistasafnsins lausu og lýkur störfum fyrir safnið 1. ágúst á þessu ári. Sunna var kosin sem formaður stjórnar á ársfundi í maí 2021. Hún var síðan ráðin sem safnstjóri Nýlistasafnsins og hefur gegnt starfinu síðan í ágúst 2021. 

Skv. 6. gr. í skipulagsskrá ræður stjórn Nýlistasafnsins einstakling sem er ábyrgur fyrir starfsemi safnsins í fullt starf eða hlutastarf, svo og annað starfsfólk. Kjörin stjórn mun því huga að vali og ráðningu nýs safnstjóra í kjölfar ársfundar. Auk þess að vinna með stjórn að málefnum safneignar og mótun listrænna áherslna Nýlistasafnsins ber safnstjóri höfuðábyrgð á rekstri safnsins sem er á tíðum viðkvæmt. Safnstjóri er ábyrgur fyrir faglegu starfi, fjármögnun, starfsmannahaldi, samskiptum við opinbera aðila svo sem ríki og borg, sýnendur og aðra samstarfsaðila. 

Stjórn safnsins er æðsta vald í málefnum Nýló. Framlag stjórnar er í formi sjálfboðastarfs og tekur þar með mið af tíma og orku hvers og eins en miðað er við að þau sem bjóða fram krafta sína geti tekið virkan þátt í starfseminni og þeim margvíslegu verkefnum sem henni fylgja. Stjórn mótar stefnu safnsins á opinberum vettvangi og helstu ákvarðanir er varða starfsemi Nýló fara í gegnum stjórnina. Til að mynda velur stjórn sýningar og tekur afstöðu til gjafa í safneign. Stjórn hittist reglulega á stjórnarfundum þar sem farið er yfir helstu atriði, og eftir þörfum í kringum sérstök verkefni. Stundum er stjórn kölluð til í aðkallandi verkefni, til að mynda meðan á uppsetningu stendur og því er ákjósanlegt að stjórnarmeðlimir séu búsettir á Íslandi. Að sitja í stjórn Nýló er tækifæri til þess að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum um starf safnsins í farveg, móta landslag safneignar, taka beinan þátt í sýningarhaldi og öðrum verkefnum.

Einstaklingar sem hafa áhuga á að gegna stjórnarstörfum eru beðnir að tilkynna framboð  til skrifstofu Nýló með því að senda póst á  nylo(hjá)nylo.is eða tilkynna framboð í upphafi fundar. 

Upplýsingar varðandi ársfund

Þeir fulltrúar hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa ársgjöld fyrir árið 2025. Ársgjald safnsins er  4300 kr. og verður sent í heimabankann ykkar á næstu dögum, einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum, en til þess er gott að mæta tímanlega. 

Tveimur vikum fyrir ársfund, 6. maí, mun stjórn fylgja þessu bréfi eftir og tilkynna þau framboð sem hafa þá borist.  

Atkvæðagreiðsla:

Hægt verður að greiða atkvæði með kosningaseðli í Nýlistasafninu eða í gegnum síma. 

Allar nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna verða sendar í bréfi 6. maí 2025, tveimur vikum fyrir ársfund.

 

Núverandi stjórn:

Sunna Ástþórsdóttir - formaður 

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir- varaformaður

Joe Keys - gjaldkeri 

Deepa Iyengar - ritari

Lukas Bury - meðstjórnandi

 

Núverandi varastjórn:

Anna Andrea Winther

Sadie Cook

Sigríður Regína Sigurþórsdóttir

 

Allir fulltrúar Nýlistasafnsins eru velkomnir!

Mynd með frétt: Af sýningu Claudiu Hausfeld ANTECHAMEBER

Ljósmynd: Sisters Lumière

Kæru fulltrúar!

Hér með boðar stjórn Nýlistasafnsins til ársfundar, þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Fundurinn fer fram í húsakynnum safnsins Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fundardagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur 2024
  3. Nýir fulltrúar taldir upp
  4. Kynning frambjóðenda
  5. Kjör stjórnar – kosið er um sæti formanns, fjögur sæti aðalstjórnar og þrjú sæti varastjórnar.

HLÉ (talning atkvæða)

  1. Fjárhagsáætlun kynnt og árgjald 2026 ákveðið
  2. Niðurstöður kosninga kunngjörðar
  3. Önnur mál

Formanns- og stjórnarkosning

Kosið verður um öll sæti stjórnar og varastjórnar: Formann til eins árs, fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs. 

Sunna Ástþórsdóttir, formaður stjórnar mun ekki gefa áfram kost á sér til formanns. Hún hefur sagt starfi sínu sem safnstjóri Nýlistasafnsins lausu og lýkur störfum fyrir safnið 1. ágúst á þessu ári. Sunna var kosin sem formaður stjórnar á ársfundi í maí 2021. Hún var síðan ráðin sem safnstjóri Nýlistasafnsins og hefur gegnt starfinu síðan í ágúst 2021. 

Skv. 6. gr. í skipulagsskrá ræður stjórn Nýlistasafnsins einstakling sem er ábyrgur fyrir starfsemi safnsins í fullt starf eða hlutastarf, svo og annað starfsfólk. Kjörin stjórn mun því huga að vali og ráðningu nýs safnstjóra í kjölfar ársfundar. Auk þess að vinna með stjórn að málefnum safneignar og mótun listrænna áherslna Nýlistasafnsins ber safnstjóri höfuðábyrgð á rekstri safnsins sem er á tíðum viðkvæmt. Safnstjóri er ábyrgur fyrir faglegu starfi, fjármögnun, starfsmannahaldi, samskiptum við opinbera aðila svo sem ríki og borg, sýnendur og aðra samstarfsaðila. 

Stjórn safnsins er æðsta vald í málefnum Nýló. Framlag stjórnar er í formi sjálfboðastarfs og tekur þar með mið af tíma og orku hvers og eins en miðað er við að þau sem bjóða fram krafta sína geti tekið virkan þátt í starfseminni og þeim margvíslegu verkefnum sem henni fylgja. Stjórn mótar stefnu safnsins á opinberum vettvangi og helstu ákvarðanir er varða starfsemi Nýló fara í gegnum stjórnina. Til að mynda velur stjórn sýningar og tekur afstöðu til gjafa í safneign. Stjórn hittist reglulega á stjórnarfundum þar sem farið er yfir helstu atriði, og eftir þörfum í kringum sérstök verkefni. Stundum er stjórn kölluð til í aðkallandi verkefni, til að mynda meðan á uppsetningu stendur og því er ákjósanlegt að stjórnarmeðlimir séu búsettir á Íslandi. Að sitja í stjórn Nýló er tækifæri til þess að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum um starf safnsins í farveg, móta landslag safneignar, taka beinan þátt í sýningarhaldi og öðrum verkefnum.

Einstaklingar sem hafa áhuga á að gegna stjórnarstörfum eru beðnir að tilkynna framboð  til skrifstofu Nýló með því að senda póst á  nylo(hjá)nylo.is eða tilkynna framboð í upphafi fundar. 

Upplýsingar varðandi ársfund

Þeir fulltrúar hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa ársgjöld fyrir árið 2025. Ársgjald safnsins er  4300 kr. og verður sent í heimabankann ykkar á næstu dögum, einnig verður hægt að greiða gjaldið á fundinum, en til þess er gott að mæta tímanlega. 

Tveimur vikum fyrir ársfund, 6. maí, mun stjórn fylgja þessu bréfi eftir og tilkynna þau framboð sem hafa þá borist.  

Atkvæðagreiðsla:

Hægt verður að greiða atkvæði með kosningaseðli í Nýlistasafninu eða í gegnum síma. 

Allar nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna verða sendar í bréfi 6. maí 2025, tveimur vikum fyrir ársfund.

 

Núverandi stjórn:

Sunna Ástþórsdóttir - formaður 

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir- varaformaður

Joe Keys - gjaldkeri 

Deepa Iyengar - ritari

Lukas Bury - meðstjórnandi

 

Núverandi varastjórn:

Anna Andrea Winther

Sadie Cook

Sigríður Regína Sigurþórsdóttir

 

Allir fulltrúar Nýlistasafnsins eru velkomnir!

Mynd með frétt: Af sýningu Claudiu Hausfeld ANTECHAMEBER

Ljósmynd: Sisters Lumière