Marshallhúsið á Granda er miðstöð myndlistar í Reykjavík. Auk Nýlistasafnsins hýsir byggingin listamannarekna sýningarrýmið Kling & Bang, Stúdíó Ólafs Elíassonar og veitingastaðinn La Primavera. Húsið var byggt árið 1948 sem Síldarverksmiðja Faxa, sem var starfrækt í húsinu í rúma hálfa öld. Bygging hússins var að stórum hluta fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir seinni heimstyrjöld og er nafn hússins því þaðan komið. Eftir að verksmiðjan lagði starfsemi sína niður stóð húsið autt, þar til það opnaði sem lifandi vettvangur lista og menningar árið 2017.
Marshallhúsið á Granda er miðstöð myndlistar í Reykjavík. Auk Nýlistasafnsins hýsir byggingin listamannarekna sýningarrýmið Kling & Bang, Stúdíó Ólafs Elíassonar og veitingastaðinn La Primavera. Húsið var byggt árið 1948 sem Síldarverksmiðja Faxa, sem var starfrækt í húsinu í rúma hálfa öld. Bygging hússins var að stórum hluta fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir seinni heimstyrjöld og er nafn hússins því þaðan komið. Eftir að verksmiðjan lagði starfsemi sína niður stóð húsið autt, þar til það opnaði sem lifandi vettvangur lista og menningar árið 2017.