Leifar: Margt hefur gerst — pallborðsumræður
Velkomin á Margt hefur gerst, pallborðsumræður um varðveislu gjörninga. Spjallið hefst klukkan 17:00, að loknum gjörningi Clare' Aimée, og er hluti af yfirstandandi sýningar- og gjörningaseríu safnsins, Leifar. Listamaðurinn Agnes Ársælsdóttir stýrir samtali við listamennina sem tekið hafa þátt í gjörningaseríunni, um spurningar eins og: Hvaða spor skilja gjörningar eftir sig, og hvernig á festa þá á mynd, vídeó, texta og önnur skjöl? Hvað geta þessar heimildir sagt okkur um vinnuna sem var unnin og hvaða upplýsingar glatast í ferlinu? Hvert er mikilvægi arkífsins?
Listamennirnir sem taka þátt eru: Kamile Pikelyte, Wiola Ujazdowska, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi, Unnur Andrea Einarsdóttir, Clare Aimée. Spjallið helst í hendur við rannsóknarverkefni Agnesar sem heitir Hvar eru gjörningarnir geymdir? undir handleiðslu Hlyns Helgasonar, dósents í listfræði hjá HÍ og Sigríði Regínu Sigurþórsdóttur, safneignarfulltrúa Nýló (í fæðingarorlofi). Með verkefninu leitast Agnes við að kortleggja sögu gjörninga á Íslandi í gegnum viðtöl, blaðaúrklippur og grams í safneignum.
Leifar stendur til 6. ágúst 2023.
Velkomin á Margt hefur gerst, pallborðsumræður um varðveislu gjörninga. Spjallið hefst klukkan 17:00, að loknum gjörningi Clare' Aimée, og er hluti af yfirstandandi sýningar- og gjörningaseríu safnsins, Leifar. Listamaðurinn Agnes Ársælsdóttir stýrir samtali við listamennina sem tekið hafa þátt í gjörningaseríunni, um spurningar eins og: Hvaða spor skilja gjörningar eftir sig, og hvernig á festa þá á mynd, vídeó, texta og önnur skjöl? Hvað geta þessar heimildir sagt okkur um vinnuna sem var unnin og hvaða upplýsingar glatast í ferlinu? Hvert er mikilvægi arkífsins?
Listamennirnir sem taka þátt eru: Kamile Pikelyte, Wiola Ujazdowska, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi, Unnur Andrea Einarsdóttir, Clare Aimée. Spjallið helst í hendur við rannsóknarverkefni Agnesar sem heitir Hvar eru gjörningarnir geymdir? undir handleiðslu Hlyns Helgasonar, dósents í listfræði hjá HÍ og Sigríði Regínu Sigurþórsdóttur, safneignarfulltrúa Nýló (í fæðingarorlofi). Með verkefninu leitast Agnes við að kortleggja sögu gjörninga á Íslandi í gegnum viðtöl, blaðaúrklippur og grams í safneignum.
Leifar stendur til 6. ágúst 2023.