23.11.2024
Listamannaspjall: Jo Pawlowska
Verið öll hjartanlega velkomin í listamannaspjall með Jo Pawlowska laugadaginn 23. nóvember kl 16:00. Sýningin Áttað í Nýlistasafninu samanstendur af verkum Despina Charitonidi, Jo Pawlowska í samstarfi við Sasa Lubinska, Kosmas Nikolaou og Zoe Hatziyannaki er sýningarstýrt af Eleni Tsopotou / Stoa 42. Sýningin er hluti af listahátíðinni HEAD2HEAD.
Organ3000 / B0dy_extemded
Verk Jo er vídeó innsetning sem býður áhorfandendum inn í spekúlatíft starfrænt vistkerfi þar sem líffæra-holdgervingur er í aðalhlutverki. Í gegnum snuðranir (e. glitching) ímyndaðra líkamshluta stökkbreytist myndefnið í sífellu.
Heimagert tölvuver einhverstaðar á milli fortíðar og nútíðar. Sköpuð í samvinnu á hagstæðu verði, blendings kynfæri sem eru bæði möguleg og aðgengileg. Sköpunarferli Organ3000 hefur verið skyndilega stöðvað. Tölvuverið er yfirgefið, brot úr kóða og starfrænar leyfar úti um allt. Líffæra-holdgervinginn dreymir um og þráir tengingar.
Hvernig geta tæknilega umbættir og „snuðraðir“ líkamar myndað tengsl við aðra og streist á móti tvítöluforritun (e. Binary code)?
Geta stýrifræðileg líffæri upplifað fjölbreyttar þrár?
Þessi vídeóinnsetning er hluti af áframhaldandi rannsókn á kynnum í sýndarveruleika og starfrænum rýmum, þar sem holdgervingar utan tvíhyggjukerfisins fjölga sér, líkamar eru flæðandi og hinsegin tengslamynun er guðdómleg.
Organ3000 var í upphafi persónulegt verkefni sem hafði þann tilgang að greiða úr þeim tilfinningum sem fylgja líkamshökkunar- og kynstaðfestingarferlum. Í dag hefur það þróast og orðið að rannsókn á leikjum innan tæknilegra og starfrænna veruleika.
Unnið í samstarfi við Sasa Lubińska.
Styrkt af myndhöfundasjóð Íslands.
Verið öll hjartanlega velkomin í listamannaspjall með Jo Pawlowska laugadaginn 23. nóvember kl 16:00. Sýningin Áttað í Nýlistasafninu samanstendur af verkum Despina Charitonidi, Jo Pawlowska í samstarfi við Sasa Lubinska, Kosmas Nikolaou og Zoe Hatziyannaki er sýningarstýrt af Eleni Tsopotou / Stoa 42. Sýningin er hluti af listahátíðinni HEAD2HEAD.
Organ3000 / B0dy_extemded
Verk Jo er vídeó innsetning sem býður áhorfandendum inn í spekúlatíft starfrænt vistkerfi þar sem líffæra-holdgervingur er í aðalhlutverki. Í gegnum snuðranir (e. glitching) ímyndaðra líkamshluta stökkbreytist myndefnið í sífellu.
Heimagert tölvuver einhverstaðar á milli fortíðar og nútíðar. Sköpuð í samvinnu á hagstæðu verði, blendings kynfæri sem eru bæði möguleg og aðgengileg. Sköpunarferli Organ3000 hefur verið skyndilega stöðvað. Tölvuverið er yfirgefið, brot úr kóða og starfrænar leyfar úti um allt. Líffæra-holdgervinginn dreymir um og þráir tengingar.
Hvernig geta tæknilega umbættir og „snuðraðir“ líkamar myndað tengsl við aðra og streist á móti tvítöluforritun (e. Binary code)?
Geta stýrifræðileg líffæri upplifað fjölbreyttar þrár?
Þessi vídeóinnsetning er hluti af áframhaldandi rannsókn á kynnum í sýndarveruleika og starfrænum rýmum, þar sem holdgervingar utan tvíhyggjukerfisins fjölga sér, líkamar eru flæðandi og hinsegin tengslamynun er guðdómleg.
Organ3000 var í upphafi persónulegt verkefni sem hafði þann tilgang að greiða úr þeim tilfinningum sem fylgja líkamshökkunar- og kynstaðfestingarferlum. Í dag hefur það þróast og orðið að rannsókn á leikjum innan tæknilegra og starfrænna veruleika.
Unnið í samstarfi við Sasa Lubińska.
Styrkt af myndhöfundasjóð Íslands.