Opið í safneign: Hvað langar þig að sjá?
Nýlistasafnið ætlar að þjófstarta Safnanótt 2025 með því að hafa opið hús í safneigninni á milli 16:00 - 18:00 þann 7. Febrúar, þar sem gestum gefst tækifæri til að fá innsýn í innri starfsemi safnsins.
Hvað langar ykkur að sjá?
Að safna og varðveita samtíma myndlist hefur verið eitt af helstu markmiðum Nýló frá því að safnið var stofnað árið 1978. Safneignin er einstök að mörgu leiti ekki síst fyrir þær sakir að hún byggir alfarið á gjöfum listamanna og meðlima safnsins. Í dag telur hún yfir 3000 verk, stærstan hluta hennar er að finna á Sarpi. Við hvetjum ykkur því eindregið til að fletta þar í gegn og senda tillögur af því sem þið viljið sjá á safneignar fulltrúa safnsins Jenny Barret, jenny(hjá)nylo.is.
Safneignin er staðsett í Völvufelli 13-21, 111 Breiðholti og verður opið hús á milli 16 -18 þannig gefst gestum nægur tími til að komast á aðra viðburði Safnanætur. Sýning Claudiu Hausfeld verður opin í Marshallhúsinu til kl. 21:00.
Nýlistasafnið ætlar að þjófstarta Safnanótt 2025 með því að hafa opið hús í safneigninni á milli 16:00 - 18:00 þann 7. Febrúar, þar sem gestum gefst tækifæri til að fá innsýn í innri starfsemi safnsins.
Hvað langar ykkur að sjá?
Að safna og varðveita samtíma myndlist hefur verið eitt af helstu markmiðum Nýló frá því að safnið var stofnað árið 1978. Safneignin er einstök að mörgu leiti ekki síst fyrir þær sakir að hún byggir alfarið á gjöfum listamanna og meðlima safnsins. Í dag telur hún yfir 3000 verk, stærstan hluta hennar er að finna á Sarpi. Við hvetjum ykkur því eindregið til að fletta þar í gegn og senda tillögur af því sem þið viljið sjá á safneignar fulltrúa safnsins Jenny Barret, jenny(hjá)nylo.is.
Safneignin er staðsett í Völvufelli 13-21, 111 Breiðholti og verður opið hús á milli 16 -18 þannig gefst gestum nægur tími til að komast á aðra viðburði Safnanætur. Sýning Claudiu Hausfeld verður opin í Marshallhúsinu til kl. 21:00.