23.04.2022

12:00—22:30

Viðburðir

Sögulegur andlegur titringur — geimferðaáætlun til heilunar

Þann 23. apríl munu Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (HIGHS) kollektífið flytja athöfn í þremur þáttum til að hefja geimferðaáætlun sína. Athafnirnar spretta upp úr minningum út fyrir tímabeltið okkar. Heilunaræfing fyrir geimkapphlaupið þar sem kollektífið kemur með hluti sem verða vitni að sögulegum áföllum inn í framtíðina og flytja það inn í næstu vídd. Gamalt verslunarskip verður að geimskipi, saltfiskur blandast reyrsykri í minnisvarða til að sætta sögulegan skaða. Líkan af andlegu víbrandi geimskipi er sent til himins þar sem það mun sigla með öndunum til að móta ný örlög.

Hver sem finnur það veit það, mynstur sem endurtaka sig í gegnum aldirnar. Það sem einu sinni var brotið særir enn nýburann. Kynslóðar áföll, söguleg áföll og áfallastreituröskun fólks í þrældóm, rífur mjúka húð. Við berum minningarnar um hina föllnu í hjörtum okkar, í öðrum víddum eru þær enn á lífi. Þeir ferðast í skipunum sem geyma sálir forfeðranna. Viðurkenndu forréttindi þín og leyfðu heilunina að eiga sér stað, lokaðu augunum og sjáðu stjörnuskipið skína. Hvíldu í kviði dýrsins, blundaðu í myrkrinu meðal glitrandi eldanna. Nýja plánetan mun gera okkur frjáls.

Tímaáætlun gjörnings:

12.00—15.00: Fyrsti þáttur — Breyting á líkani af 18. aldar viðskiptaskipi í geimskip fyrir ferðir heilunar í framtíðinni (í Nýlistasafninu)

16.00—17.00: Annar þáttur — Sykur- og saltfiskathöfn við hlið gróðurhúsanna með ackee (í Nýlistasafninu)

22.00—22.30: Þriðji þáttur — HIGHS Geimskipsskot athöfn við höfnina.

Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (HIGHS) er listamannasameyki sem vitjar þeirra staða sem tengdust þríhyrningsversluninni, hagkerfinu á bak við sölu þræla yfir Atlantshafið. Á þessum sögulegu stöðum framkvæma þau gjörninga í gegnum frásagnir og dans, ásamt hlutum sem eiga rætur sínar að rekja til þessara staða, eru úr efnum sem voru tekin þaðan, framleidd þar eða höfð til útflutnings. Í ferlinu sækjast Whyte og Zettergren eftir því að virkja staðina og efnin, í leit að aðferð til að vinna úr sögulegu áfalli og skapa umræður um minni, arfleifð og ábyrgð. HIGHS hefur starfað frá árinu 2017 og samanstendur af dansaranum Olando Whyte frá Jamaíku og sænsku listakonunni Rut Karin Zettergren. 

Gjörningurinn er hluti af IMMUNE/ÓNÆM listrannsóknar verkefnis og sýningar sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu fram til 1. maí. 

IMMUNE/ÓNÆM er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis 11 alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra, sem fjallar um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun út frá sameiginlegum upphafspunkti: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og myndinni sem þar er dregin fram af náttúrunni.

Hópurinn kemur úr ýmsum áttum og er eitt af leiðarstefum verkefnisins að nota Ísland, þessa einangruðu eyju og vistkerfi, sem flöt til að varpa á hugleiðingum um pólitíska, samfélagslega og efnahagslega þætti sem varða náttúruna.

Hér má finna upplýsingar um listrannsóknar-áherslur HIGHS inná IMMUNE/ÓNÆM: https://immuneonaem.com/artist_/herring-iron-gunpowder-humans-sugar/

Þann 23. apríl munu Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (HIGHS) kollektífið flytja athöfn í þremur þáttum til að hefja geimferðaáætlun sína. Athafnirnar spretta upp úr minningum út fyrir tímabeltið okkar. Heilunaræfing fyrir geimkapphlaupið þar sem kollektífið kemur með hluti sem verða vitni að sögulegum áföllum inn í framtíðina og flytja það inn í næstu vídd. Gamalt verslunarskip verður að geimskipi, saltfiskur blandast reyrsykri í minnisvarða til að sætta sögulegan skaða. Líkan af andlegu víbrandi geimskipi er sent til himins þar sem það mun sigla með öndunum til að móta ný örlög.

Hver sem finnur það veit það, mynstur sem endurtaka sig í gegnum aldirnar. Það sem einu sinni var brotið særir enn nýburann. Kynslóðar áföll, söguleg áföll og áfallastreituröskun fólks í þrældóm, rífur mjúka húð. Við berum minningarnar um hina föllnu í hjörtum okkar, í öðrum víddum eru þær enn á lífi. Þeir ferðast í skipunum sem geyma sálir forfeðranna. Viðurkenndu forréttindi þín og leyfðu heilunina að eiga sér stað, lokaðu augunum og sjáðu stjörnuskipið skína. Hvíldu í kviði dýrsins, blundaðu í myrkrinu meðal glitrandi eldanna. Nýja plánetan mun gera okkur frjáls.

Tímaáætlun gjörnings:

12.00—15.00: Fyrsti þáttur — Breyting á líkani af 18. aldar viðskiptaskipi í geimskip fyrir ferðir heilunar í framtíðinni (í Nýlistasafninu)

16.00—17.00: Annar þáttur — Sykur- og saltfiskathöfn við hlið gróðurhúsanna með ackee (í Nýlistasafninu)

22.00—22.30: Þriðji þáttur — HIGHS Geimskipsskot athöfn við höfnina.

Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (HIGHS) er listamannasameyki sem vitjar þeirra staða sem tengdust þríhyrningsversluninni, hagkerfinu á bak við sölu þræla yfir Atlantshafið. Á þessum sögulegu stöðum framkvæma þau gjörninga í gegnum frásagnir og dans, ásamt hlutum sem eiga rætur sínar að rekja til þessara staða, eru úr efnum sem voru tekin þaðan, framleidd þar eða höfð til útflutnings. Í ferlinu sækjast Whyte og Zettergren eftir því að virkja staðina og efnin, í leit að aðferð til að vinna úr sögulegu áfalli og skapa umræður um minni, arfleifð og ábyrgð. HIGHS hefur starfað frá árinu 2017 og samanstendur af dansaranum Olando Whyte frá Jamaíku og sænsku listakonunni Rut Karin Zettergren. 

Gjörningurinn er hluti af IMMUNE/ÓNÆM listrannsóknar verkefnis og sýningar sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu fram til 1. maí. 

IMMUNE/ÓNÆM er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis 11 alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra, sem fjallar um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun út frá sameiginlegum upphafspunkti: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og myndinni sem þar er dregin fram af náttúrunni.

Hópurinn kemur úr ýmsum áttum og er eitt af leiðarstefum verkefnisins að nota Ísland, þessa einangruðu eyju og vistkerfi, sem flöt til að varpa á hugleiðingum um pólitíska, samfélagslega og efnahagslega þætti sem varða náttúruna.

Hér má finna upplýsingar um listrannsóknar-áherslur HIGHS inná IMMUNE/ÓNÆM: https://immuneonaem.com/artist_/herring-iron-gunpowder-humans-sugar/