Sögur úr safneign
Verið hjartanlega velkomin á viðurðinn Sögur úr safneign í Nýlistasafninu, Marshallhúsi, Grandagarði 20, 101, Reykjavík.
Viðburðurinn er haldin á lokadegi safneignarsýningarinnar Ný aðföng: gjafir, endurgerðir og staðgenglar sem fjallar um þær ólíku gerðir aðfanga sem safnið á og þær ólíku varðveislu aðferðir sem þar er beitt. Sögur úr safneign er vettvangur til þess að líta yfir farin veg með fyrrverandi starfs- og stjórnarfólki, húsköttum og öðrum fasta gestum sem segja reynslusögur úr safneign Nýló.
Nýlistasafnið var stofnað í þeim tilgangi að varðveita íslenska samtímalistasögu og því er safneignin grunnstoð starfseminnar. Fjölmörg verk eftir þekktustu listamenn Íslands í dag hefðu að líkindum glatast ef Nýlistasafnið hefði ekki komið til sögunnar. Ýmislegt hefur komið upp á í 47 ára sögu safneignarinnar sem mikilvægt er að minnast svo þær leggist ekki í gleymsku. Hún hefur til dæmis flutt 7-8 sinnum, tekið að sér flókin varðveislu verkefni og gengið á milli margra félags- og starfsmanna sem öll hafa sína sögu að segja.
Komið, hlýðið á og deilið reynslusögum yfir léttum veitingum í góðum félagsskap.
Verið hjartanlega velkomin á viðurðinn Sögur úr safneign í Nýlistasafninu, Marshallhúsi, Grandagarði 20, 101, Reykjavík.
Viðburðurinn er haldin á lokadegi safneignarsýningarinnar Ný aðföng: gjafir, endurgerðir og staðgenglar sem fjallar um þær ólíku gerðir aðfanga sem safnið á og þær ólíku varðveislu aðferðir sem þar er beitt. Sögur úr safneign er vettvangur til þess að líta yfir farin veg með fyrrverandi starfs- og stjórnarfólki, húsköttum og öðrum fasta gestum sem segja reynslusögur úr safneign Nýló.
Nýlistasafnið var stofnað í þeim tilgangi að varðveita íslenska samtímalistasögu og því er safneignin grunnstoð starfseminnar. Fjölmörg verk eftir þekktustu listamenn Íslands í dag hefðu að líkindum glatast ef Nýlistasafnið hefði ekki komið til sögunnar. Ýmislegt hefur komið upp á í 47 ára sögu safneignarinnar sem mikilvægt er að minnast svo þær leggist ekki í gleymsku. Hún hefur til dæmis flutt 7-8 sinnum, tekið að sér flókin varðveislu verkefni og gengið á milli margra félags- og starfsmanna sem öll hafa sína sögu að segja.
Komið, hlýðið á og deilið reynslusögum yfir léttum veitingum í góðum félagsskap.